Klofin þjóð sem aldrei fyrr.

Tyrkland á sér sögu sem markast mjög af því að hafa verið fyrrum stórveldi, sem stóð traustum fótum í tveimur heimsálfum. 

Síðan hrundi heimsveldið að mestu, en áfram hefur hluti ríkisins verið í Evrópu. 

Þetta hefur markað sögu þess síðustu öld og valdið því að þjóðin hefur verið illilega klofin, þótt á tímabili hafi verið sótt um inngöngu í ESB. 

Sú innganga tafðist lengi vegna þess hve erfitt var að sannfæra Evrópuþjóðir um einingu Tyrkja og á síðustu árum hafa breyttar aðstæður og vandamál í Evrópu stöðvað þá framrás til evrópskra gilda og hátta sem komin var í gang. 

Nú er ljóst, að Tyrkir fara öld afturábak í lýðræðisefnum, en jafnframt ljóst að þjóðin er klofin. 


mbl.is Naumur meirihluti sagði já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hún er ekki klofin frekar en við hér á Skerinu, maðurinn er að boða stríð. Ef það fer framhjá ykkur þá eru þið jafn blind og vinkonan sem stjórnar EU.

Sindri Karl Sigurðsson, 16.4.2017 kl. 21:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Angela Merkel stjórnar þá einnig Íslandi og Austfirðingum, þar sem Austfirðir eru á Evrópska efnahagssvæðinu en óvíst hvort Merkel verður kanslari Þýskalands eftir kosningar þar í haust.

"
In March 2017, the SPD chose Martin Schulz, the former President of the European Parliament, as their leader and chancellor candidate.

Since then support for the SPD has increased sharply."

Þorsteinn Briem, 16.4.2017 kl. 22:37

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ef út er það er farið Steini þá er það víst að Austfirðir eru á Evrasíuflekanum, annað er lítt sameiginlegt.

Sindri Karl Sigurðsson, 16.4.2017 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband