Þegar langalangamma var skráð inn í fyrsta bekk grunnskólans.

Það er ekki fráleitt að þeir, sem vilja vestræna þjóðfélagsgerð feiga með því að beita hryðjuverkaógn, séu ánægðir með árangur sinn í að valda ótta og móðursýki í vestrænum samfélögum þegar þeir frétta af því að þriggja mánaða gamalt barn hafi verið úrskurðað sem hryðjuverkamaður og meinað að ferðast til Bandaríkjanna, og að í ofanálag hafi barnið verið boðað í viðtal hjá bandaríska sendiráðinu!  

Ástæðan var fáránleg, sem sé sú að afi barnsins hafði óvart hakað við reit í ferðaheimild fyrir barnið þar sem spurt var um tengsl við hryðjuverkamenn. 

Afinn spyr réttilega hvort von sé til þess að nokkur hryðjuverkamaður fari að gefa tengsl sín við hryðjuverkasamtök upp á svona blaði, og hvers vegna hafi ekki verið auðséð að um mistök hefði verið að ræða. 

Atvikið minnir á það þegar 106 ára gömul íslensk kona fékk skipun um það hér um árið að mæta í fyrsta bekk grunnskóla. 

Þá mátti halda að erfitt væri að toppa þessi mistök, en hryðjuverkahvítvoðungurinn slær metið. 


mbl.is Smá mistök hjá afanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað var krakkinn aftur gamall?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 17.4.2017 kl. 14:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þriggja mánaða. Gat ekki einu sinni sagt babba eða mama. 

Ómar Ragnarsson, 17.4.2017 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband