Tóta frænka reykti eins og skorsteinn og varð 89 ára.

Aldur getur verið afstæður og er oft í genunum, þannig að það er eins og að eins konar lífsklukka sé í gangi. Sú hlýtur að vera raunin með elstu konu heims. 

Þegar ég var krakki hélt ég mikið upp á afasystur mína, Þórunni Guðbrandsdóttur. Á þeim tímum var fólk yfirleitt duglegara að heimsækja ættingja sína en síðar varð.

Tóta frænka varð mér minnisstæð fyrir það hve mér fannst hún flott kona.

Kannski er það bara aldur þessarar minningar sem gerir mynd hennar í huga mér skylda máltækinu um að fjarlægðin geri fjöllin blá og mennina mikla.

Í minni mínu var Tóta eitthvað svo sjálfstæð, enda var hún einhleyp og barnlaus og réði sér sjálf.

Í minningunni sat hún uppábúin í stól þessa sunnudaga sem við heimsóttum hana í Laugarnesinu, virðuleg eins og bresk aðalskona og reykti stóra vindla.

Mér skildist að hún reykti mikið, bæði vindla og sígarettur, en á þessum tíma voru reykingar frekar sjaldgæfar hjá konum. Hún reykti víst einhverja pakka á dag. Samt varð hún rétt tæplega 89 ára gömul og hélt vel reisn sinni og virðuleika.

"Þarna sjáið þið", segja kannski einhverjir, reykingarnar hafa ekkert að segja,

En svarið við því er einfalt:

"Ragnhildur systir hennar reykti ekki og varð 102ja ára!   


mbl.is 117 ára og á 97 ára gamlan son
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jónas Jónasson heimsótti Halldóru Bjarnadóttur á Blönduósi (sem varð 108 ára) og spurði hana í útvarpsviðtali hversu gömul hún ætlaði að verða.

"Tvö hundruð ára."

"Má ég heimsækja þig þá?"

"Þú verður dauður, þú verður löngu dauður!"

Þorsteinn Briem, 18.4.2017 kl. 00:20

2 identicon

"Leben ist immer lebensgefährlich." Erich Kästner.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.4.2017 kl. 04:07

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Haldóra Bjarnadóttir tók rétt á eini af þessum steingeldu spurningum sem nútíma fréttamenn eru svo hrifnir af. Takk Steini.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.4.2017 kl. 06:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband