19.4.2017 | 10:27
"Leiðtoginn mikli" friðmæltist við Bandaríkin.
Í öllu uppnáminu, sem stigvaxandi spenna á Kóreuskaga hefur vakið, en virðist nú vonandi vera að hjaðna, hafa Norður-Kóreumenn aldrei minnst á það, að "leiðtoginn mikli", Kim Il-sung, lét á sínum tíma undan kröfum alþjóðasamfélagsins um að hætta við þá áætlun að smíða kjarnorkusprengjur í lok valdatíma síns.
Eftir fund með Jimmy Carter var þetta eitt síðasta verk leiðtogans árið sem hann dó.
Að vísu var efnahagsástand í Norður-Kóreu eitthvað skárra þá en síðar varð, en engu að síður ákvað hinn mikli leiðtogi að fresta frekara framhaldi uppbyggingar á kjarnorkuherafla.
Þegar firrtir afkomendur hans tóku við völdum, versnaði efnahagsleg staða landsins sífellt og leiddi af sér hungursneyð.
Ef til vill var það ótti við að missa völd, sem varð til þess að hinir nýju valdsherrar ákváðu að slá tvær flugur í einu höggi, finna ytri óvin til að þjappa þjóðinni gegn, og skapa yfirráð yfir fælingarmætti gegn umheiminum.
Hvað, sem því líður, virðist mesta stríðshættan vera liðin hjá, þrátt fyrir stóryrtar yfirlýsingar leiðtoga Norður-Kóreu.
Bandaríkjafloti fer ekki að Kóreuskaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.