Mikilvægasti hnefaleikabardaginn í 14 ár?

Í kvöld er á dagskrá hnefaleikakeppni sem gæti markað tímamót í sögu þungavigtarinnar, þegar Vladimir Klitscko og Anthony Joshua mætast í hringnum, en vegna þess hve hnefaleikana vantar mikið þegar þungavigtin er óspennandi, gæti þetta orðið mikilvægasti hnefaleikabardagi síðustu 14 ára, eða síðan Lennox Lewis lagði hanskana á hilluna og Klitscko-bræðurnir Vitaly og Vladimir urðu nær einráðir í þungavigtinni. Joshua

Báðir þótt vera með frekar fábreytilegan og óspennandi bardagastíl og keppnautarnir ekki nógu góðir til að gefa vigtinni þann lit sem hún hafði á tíunda áratug síðustu aldar. 

Að vísu hafði risinn Tyson Fury betur gegn Vladimir í viðureign þeirra, en Fury er ansi óáreiðanlegur karakter og því kominn tími á stabílan og gegnheilan afreksmann.

Margir sjá framtíðarvon í Anthony Joshua, sem er 1,98 á hæð og með 2,08 faðm auk þess að vera ekki aðeins með hraðan og flottan stíl, heldur vera óaðfinnanlega glæsilegan vöxt og rósemi og hógværð hugans.

Ef hann vinnur í kvöld, verða langþráð tímamót í þungavigtinni.

Ef ekki, verður aðeins töf á því að einstæðu tímabili í vigtinni ljúki.  

Joshua er 28 ára en Klitscko fertugur. 

Ferill Johsua er enn óaðfinnanlegur:  18 sigrar, ekkert tap, 18 "rothögg". 


mbl.is Sá mikilvægasti frá 1961
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Ég tel næsta víst
að sigurvegari, - ef ekki 'jafntefli' -
muni ekki keppa framar, - því hlakka ég til
að sjá hið sérstaka safn
sem að öllu er tileinkað Wladimir Klitschko
og afrekum hans!

Húsari. (IP-tala skráð) 29.4.2017 kl. 18:13

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hnefaleikafólk eru slæmar fyrirmyndir.

Jón Þórhallsson, 29.4.2017 kl. 18:25

3 identicon



Matt Leblanc boxing a cat

Húsari. (IP-tala skráð) 29.4.2017 kl. 22:15

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vladimir Klitscko er fágaður læknismenntaður maður, og hefur byggt einstæðan feril sinn og árangur á vísindalegum grunni þar sem tækni, og markviss þjálfun á styrk, snerpu, afli, hraða og viðbragðsflýtir eru helstu þættir. 

Hann hefur þurft að sýna mikið hugrekki, einbeitni og sjálfsafneitun til að byggja sig upp andlega og líkamlega til að ganga á ný inn í hringinn eftir nokkur slæm töp á ferlinum. 

En það, hvernig svona afburðamenn vinna sig út úr áföllum skilur að sanna meistara og hina.

Að alhæfa um það að þeir, sem stunda bardagaíþróttir séu slæmar fyrirmyndir felur væntanlega í sér að lífshlaup Muhammads Alis hafi gefið slæma fyrirmynd.

Ekki var maðurinn gallalaus, en alhæfing á ekki við.  

Ómar Ragnarsson, 30.4.2017 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband