Þjóðin hefur þrefaldast, en samt er minnsta bygging íbúðahúsnæðis í 70 ár.

Örfáar staðreyndir, sem Ragnar Ingólfsson nefndi í gær, fara inn um annað eyrað og út um hitt hjá valdaöflum landsins, af þvi að á þeim bæ lifa þeir, sem ráða, í allt öðrum veruleika. 

Þjóðin er þrefalt stærri en fyrir 70 árum og virði mannvirkja á Íslandi sennilega 30 sinnum meira ef stóriðjuverksmiðjurnar eru taldar með. 

Þær eru nefnilega á Íslandi þessar verksmiðjur, þótt eignarhaldið sé erlent og ofsagróði þeirra, sem rennur úr landi, skattfrjáls að vild, jafnvel í sérstökum samningum, sem ganga framar stjórnarskránni, eins og ákvæði þar af lútandi í orkusölusamningnumm við Alcoa vitnar um. 

Þróunin er hröð. Menn reyndu þó að hamla gegn því að eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja færi í hendur útlendinga með lögum um 49% hámarks eignarhald, það eru örfáir stórir norskir laxagreifar sem stefna að algeru eignarhaldi á því fyrirbæri sem felst í tíföldun laxeldis á örfáum árum.  

 


mbl.is Berjast vopnlausir gegn leigurisum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

 Ómar Ragnarsson tók það alvarlega þegar flokkur hans var yfirtekinn af samfylkingunni. Þá hafði frú Jóhananna þegar þurrkað út alla jafnaðarmennsku þaðan og nýkommúnistminn tekinn við. Þá er kominn einn sannleikur, og muna aldrei viðurkenna mistök. Slíkt er ekki í orðabókinni. Nú hefur Ómar séð nýkommúnsiata í Ragnari Ingólfssyni nýjum formanni VR. Allir útlendingar eru vondir, nema að þeir komi frá austrinu, og svo blessaðir erlendu vogunarsjóðirnir sem vinstri stjórnin lá kylliflöt fyrir. Þá skiptu hagsmunir almennings ekki nokkru máli. Bankaliðið fékk sérstaka bónusa eftir því sem þeir gengu harðar að almenningi. Ég minnist þess ekki að Ómar Ragnarsson hafi lyft liltafingri til varnar þeim sem voru að missa eignir sínar. Sennilega skiljanlega þar sem Ómar var rétt kominn í gæludýrahópinn hennar Jóhönnu, enginn villiköttur þar á ferð. Þeir sögðu að það hafi verið gaman í ástandinu. 

Sigurður Þorsteinsson, 2.5.2017 kl. 14:09

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jóhanna kom upp svokölluðu greiðslumati við kaup á fasteignum, og það gert það strangt að aðeins börn ríka fólksis kemst þar í gegn. Þó ung fjölskylda greiði 240 þúsund á mánuði í leigu, gat það ekki keypt íbúð þar sem afborgun lána var 150-180 þúsund. Þetta þótti nýkommúnistum fínt. Þá var það bara börn fína og ríka fólksins sem gat eignast húsnæði. Í Reykjavík var lögð aðaláhersla á að þétta byggð, en það þýðir að þá þarf að kaupa upp eignir og rífa, sem þýðir að fasteingnir verða dýrari. Aftur til góðs fyrir fína og ríka fólkið. Þetta er auðvitað ekki nein jafnaðarstefna, heldur nýkommúnismi í anda nýrra tíma. Til þess að tryggja þetta ástand tóku lífeyrissjóðirnr sig saman og lánuðu fasteignafélögum til þess að braska með eignir í samkeppni við unga fólkið. Svo fara menn í 1 maí kröfugöngur og kvarta fyrir ástandinu sem þau bera ábyrgð á Við hliðina á púkanum á fjósbitanum situr svo Ómar Ragnarsson og ullar á liðið.

Sigurður Þorsteinsson, 2.5.2017 kl. 14:34

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.

Þorsteinn Briem, 2.5.2017 kl. 14:38

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

11. október 2008:

"Sama dag var birt svohljóðandi yfirlýsing íslenskra og hollenskra stjórnvalda: "Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta. Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu.

Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur.

Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna."

Fjármálaráðuneytið: Annáll efnahagsmála 2008

Forsætisráðuneytið: Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF)

Þorsteinn Briem, 2.5.2017 kl. 14:43

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkisstjórn Svíþjóðar 2. júlí 2009:

Í NÓVEMBER 2008
STAÐFESTI ÍSLAND að landið ætlaði að standa við skuldbindingar sínar hvað snertir bankainnistæður að 20.887 evrum, samkvæmt tilskipun sem gildir á Evrópska efnahagssvæðinu (94/19/EG) .

"I november 2008 bekräftade Island att landet kommer att leva upp till sina åtaganden enligt insättningsgarantidirektivet, det vill säga att ärsätta insättare i isändska bankers utländska filialer upp till det högsta möjliga beloppet enligt den isländska insättningsgarantin, 20.887 euro."

Þorsteinn Briem, 2.5.2017 kl. 14:45

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."

Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009

Þorsteinn Briem, 2.5.2017 kl. 14:46

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Icesave, Icesave, Icesave!" gapir Sjálfstæðisflokkurinn.

Hver er ábyrgð þáverandi bankaráðs Landsbankans, til að mynda sjálfstæðiskonunnar sem keypti Moggann eftir Hrunið?!

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans sem starfaði í Bretlandi og Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir athafnakona í Vestmannaeyjum."

Þorsteinn Briem, 2.5.2017 kl. 14:52

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þúsundir manna hér á Íslandi, bæði Íslendingar og útlendingar, misstu vinnuna vegna Hrunsins hér haustið 2008.

Þúsundir útlendinga höfðu þá verið að byggja íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu og þeir fluttu úr landi ásamt þúsundum íslenskra iðnaðarmanna.

Þúsundir manna hér á Íslandi misstu einnig íbúðir sínar og urðu gjaldþrota.

Íbúðir voru því tiltölulega ódýrar hérlendis mörgum árum eftir Hrunið og því ekki mikill vandi fyrir ungt fólk að kaupa íbúðirnar ef það hafði til þess fjárráð, sem það hafði yfirleitt ekki.

Og þúsundir manna fluttu úr landi vegna lágra launa hérlendis.

Til að hægt sé að reisa hér ný íbúðarhús þarf að flytja inn vinnuaflið og það þarf einnig að búa einhvers staðar.

Og nú starfa hér aftur þúsundir útlendinga við að reisa íbúðar- og atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel og gistiheimili, svo og við ferðaþjónustuna, þannig að hægt verður að aflétta hér öllum gjaldeyrishöftum á morgun.

En að sjálfsögðu geta þessar þúsundir útlendinga flutt inn í húsnæði sem ekki er búið að byggja vegna Hrunsins hér á Íslandi haustið 2008.

Atvinnuleysi hér á Íslandi er nú nær ekkert vegna ferðaþjónustunnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa hatast við.

Og nú hefur loks nýlega verið hægt að stórhækka hér laun vegna ferðaþjónustunnar sem hefur mokað erlendum gjaldeyri inn í landið, þannig að gjaldeyrisforðinn er nú jafnvirði átta hundruð milljarða króna.

Nokkur ár tekur að hanna og reisa íbúðarhúsnæði, enginn skortur er á lóðum fyrir íbúðarhúsnæði hér í Reykjavík í mörgum hverfum borgarinnar og hér býr einungis rúmlega helmingur þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

En sumir hafa greinilega fengið á heilann Hlíðarendasvæðið, sem er í einkaeigu, og tapað öllum málaferlum vegna þessa svæðis.

Steini Briem, 13.3.2017

Þorsteinn Briem, 2.5.2017 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband