9.5.2017 | 08:05
2 af 45 mestu náttúruundrum heims: Hinn eldvirki hluti Íslands og norsku firðirnir.
Í vandaðri bók um 100 mestu undur heims, eru um 45 náttúruundur. Af þeim eru sjö í Evrópu og aðeins tvö þeirra á Norðurlöndum: Hinn eldvirki hluti Íslands og norsku firðirnir.
Ákveðinn markhópur ferðamanna þarf að velja á milli þessara tveggja undra á norðurslóðum 3r hqnn vill uppfylla sínar óskir um upplifun af náttúruperlum.
Sunnar úr álfunni er styttra til norsku fjarðanna en Íslands. Ef gengi gjaldmiðla er þar að auki þannig að verðmunurinn verði enn meiri, mun þeim fjölga sem fara til Noregs og þeim fækka, sem fara til Íslands.
Á móti kemur að þessi tvö fyrirbæri eru svo ólík, að það verður helst að upplifa þau bæði til að hafa nýtt í botn möguleika Evrópu á þessu sviði.
Afar margir hafa mært gríðarlegt fall islensku krónunnar 2008-2009 fyrir það að það, ásamt gosinu í Eyfjallajökli, hafi gert Ísland samkeppnisfært sem ferðamannaland á heimsmælikvarða og þar með skapað möguleika til að sprenging í ferðaþjónustu kæmi okkur út úr eftirköstum Hrunsins.
En hið lofaða bjargræði gengisfallsins fól reyndar í sér stórfelldustu kaupmáttar- og kjaraskerðingu almennings í manna minnum.
Nú hækkar gengið svo mikið að gjaldeyrisskapandi atvinnuvegir kikna undan og er þá krónan lofuð fyrir besta kaupmátt og kjarabót í manna minnum.
Yndislegt.
Nýjasta kenningin hjá aðdáendum krónunnar er sú, að þessi minnsti gjaldmiðill heims sé stöðugasti gjaldmiðill heims. Hennar gengi sé öruggt og jafnt, en allir hinir gjalmiðlarnir sveiflist upp og niður!
Ekki síður yndislegt.
Taka Noreg fram yfir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn gapir mjög fyrir allar alþingiskosningar að flokkurinn ætli að lækka skatta en gerir svo þveröfugt.
Hækkar skatt á mat sem allir þurfa að kaupa og hækkar svo skatt á ferðaþjónustuna, sem hefur vegið upp á móti aflakvótamissi fjölmargra bæja og þorpa á landsbyggðinni og ekki veitti nú af.
Ferðaþjónusta er í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins og hefur aukist mikið undanfarin ár með mikilli uppbyggingu, til að mynda á Siglufirði.
Hærri virðisaukaskattur á gistingu hér á Íslandi þýðir ekki endilega að verð á gistingunni hækki yfirleitt mikið og þar af leiðandi komi færri erlendir ferðamenn til landsins.
Mörg hótel og gistiheimili lækka væntanlega verð á gistingunni sem nemur hækkun á virðisaukaskattinum, þannig að minna fé fer til landsbyggðarinnar en ríkið fær meira í sinn hlut.
Þar að auki gistir fjöldinn allur af fólki af landsbyggðinni á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu og fjölmargir sem þar búa gista á hótelum á landsbyggðinni á sumrin og til að mynda í skíðaferðum á veturna.
Hækkun á virðisaukaskatti á gistingu hérlendis er því fyrst og fremst landsbyggðarskattur.
En íslenskir hægrimenn halda að sjálfsögðu að Íslendingar ferðist ekkert um eigið land.
Og hækkun á matarskatti sé skattalækkun.
Steini Briem, 27.4.2017
Þorsteinn Briem, 9.5.2017 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.