10.5.2017 | 00:18
Þroskuð og aðdáunarverð manneskja, góður fulltrúi okkar.
Íslendingar hafa ekki komist áfram í úrslit Eurovision í þrjú síðustu skiptin svo að það er svo sem ekkert nýtt að það gerist og engin ástæða fyrir okkur til að krefjast þess að einhver kraftaverk gerist eða að heppnin sé alltaf með okkur.
Einstakur dugnaður og elja ásamt fagmennsku, æðruleysi og yfirvegun hafa einkennt alla framgöngu Svölu Björgvinsdóttur og við Íslendingar getum verið stolt af framkomu hennar erlendis.
Einkum eru orð hennar í garð keppinauta hennar og þeirra framlags aðdáunarverð og sýna þroska hennar.
Ég sé ekki eftir neinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.