Móðir jörð og íslenska konan.

Hvílíkan mannauð á okkar þjóð í íslensku konunum.  Á það þarf mæðradagurinn að minna okkur og líka á móður allra mæðra, móður jörð. Helga og dætur

Ef konur á barneignaaldri eru fáar í samfélögum, visna þau upp og deyja. 

Í athyglisverðri doktorsritgerð Önnu Guðrúnar Edvardsdóttur, sem ég sá í fyrsta skipti í gær, kemur glöggt í ljós hve nauðsynlegt er fyrir okkur Íslendinga að sinna breyttum þjóðfélagsháttum varðandi þjónustu, heilbrigðismálum, samgöngum, verslun, afþreyingu, menningu og menntun á sem fjölbreyttastan hátt úti á landi, einkum þeim stofnunum og fyrirtækjum sem snerta konur og börn. Helga og dætur (2)n beinist að vísu réttilega að því þegar framleiðslufyrirtæki flytja frá landsbyggðinni, en þjónusta eins og leikskólar og aðrir skólar og aðstaða til framhaldsmenntunar og aðgangur að verslun, eru stórlega vanmetin. 

Sláandi er hvernig ein helsta stoð atvinnulífsins úti á landi, sjávarútvegurinn, er karllægasta atvinnugrein landsins. 

Þegar dæturnar heimsóttu móður sína í dag var sannarlega gefandi að upplifa þá gleði, ánægju og fjör, sem fylgir því þegar þær koma saman.  

Myndirnar á síðunni í dag eru af þessum fimm konum, sem hafa komið 24 börnum samanlagt í heiminn. 

Lengi lifi móðir jörð og íslenska konan!


mbl.is Gengið til stuðnings rannsókna á brjóstakrabbameini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Glæsilegar konur en þó mættu fleiri vera rauðhærðar.

Þorsteinn Briem, 14.5.2017 kl. 18:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.

Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.

Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.

Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.

Þorsteinn Briem, 14.5.2017 kl. 18:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mars 2015:

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.

Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."

Í ferðaþjónustunni eru 69% starfa á höfuðborgarsvæðinu.

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Þorsteinn Briem, 14.5.2017 kl. 18:43

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.4.2013:

"Reglu­leg laun full­vinn­andi launa­manna á ís­lensk­um vinnu­markaði voru 402 þúsund krón­ur að meðaltali árið 2012.

Al­geng­ast
var að reglu­leg laun væru á bilinu 300-350 þúsund krón­ur og voru 18% launa­manna með laun á því bili.

Þá voru um 65% launa­manna með reglu­leg laun und­ir 400 þúsund krón­um á mánuði.

Reglu­leg laun full­vinn­andi karla voru 436 þúsund krón­ur að meðaltali á mánuði en kvenna 367 þúsund krón­ur."

[Karlar voru því með 69 þúsund króna hærri regluleg laun en konur, eða 19%.]

Meðallaun hér á Íslandi 402 þúsund krónur á mánuði árið 2012

Þorsteinn Briem, 14.5.2017 kl. 19:03

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Yngra Wisky, eldri konur. Það er mitt mottó.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.5.2017 kl. 19:37

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagstofa Íslands - Fjöldi íbúa, hlutfall kvenna á aldrinum 20-40 ára og hlutfall allra kvenkyns íbúa 1. janúar 2014:

Ísafjarðarbær 3.639, 13%, 50%,

Dalvíkurbyggð 1.867, 12%, 49%,

Akureyri 18.103, 14%, 50%,

Norðurþing 2.822, 12%, 50%,

Fjarðabyggð 4.675, 13%, 46%,

Vestmannaeyjar 4.264, 13%, 48%,

Reykjavík 121.230, 16%, 50%.

Reykjavík og Akureyri eru með hæsta hlutfall kvenna á aldrinum 20-40 ára, 16% og 14%, en Fjarðabyggð og Vestmannaeyjar eru með lægsta hlutfall allra kvenkyns íbúa, 46% og 48%.

Þorsteinn Briem, 14.5.2017 kl. 19:43

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Steini, í systkinahópnum eru fjögur rauðhærð, tvö ljóshærð og eitt dökkhært. Bræðurnir þrír eru nefnilega allir rauðhærðir. 

Ómar Ragnarsson, 15.5.2017 kl. 02:10

10 identicon

En hversu mörg sköllótt?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 15.5.2017 kl. 09:48

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Elsti strákurinn er orðinn nokkuð þunnhærður og þar hefur myndast greiðsluhalli, sem gæti endað með greiðslustöðvun. 

Ómar Ragnarsson, 15.5.2017 kl. 11:42

12 identicon

Ein og of er gaman að lesa pistla Ómars, þá jafnoft er afstyrmið Steini Breim að eyðileggja með þrugli sínu og brjálæðis copy - paste þörf. Mikið væri betra ef Ómar lokaði Steina Brei úti.

Kjartan (IP-tala skráð) 15.5.2017 kl. 15:07

13 identicon

Sæll Ómar.

Þegar börn voru borin út var
þeim gjarna komið fyrir undir steinhellu.

Það skyggir á þennan dag að þannig fari fyrir
1500 börnum árlega og að meiningin sé að gefa
enn frekara frjálsræði til slíkra hluta
sbr. frumvarp til laga á Alþingi Íslendinga.

Húsari. (IP-tala skráð) 16.5.2017 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband