Þenslan eltir skottið á sér og veldur jafnvel kreppu.

Margir hyggja oft gott til glóðarinnar þegar þensla verður í efnahagskerfinu og búast við því að öll starfsemi muni blómstra og dafna. 

Þannig var mikið um það rætt í kosningabaráttunni hvað þenslan vegna stórfjölgunar ferðamanna gæfi marga möguleika á því að veita stórauknu fé í heilbrigðisþjónustuna og aðra innviði sem fjármagnaðir eru af ríkisfé. 

En svo kom í ljós eftir kosningar að þetta hafði að miklu leyti verið tálsýn og að þvert á móti kreppti skórinn að á mörgum sviðum í stað þess að rýmkast hefði um. 

Ástæðan fyrir þessu er vafalítið sú, að of mikil þensla og aukning á stóru sviði efnahaglífsins kallar á svo stóraukna vinnu við að þjóna þessari miklu og alhliða þenslu, að það býr til kreppu og vandræðaástand á mörgum sviðum.  

Bara í dag eru fréttir af því að það ríki bagaleg kreppa af völdum skorts á þjónustu vegna stóraukins innflutnings á nýjum bílum, og einnig sést í dv.is í dag, að hugsanlega gæti orðið íslenskt Titanic-slys í auðlindalögsögu okkar vegna sprengingar í siglinum skemmtiferðaskipa til landsins á sama tíma og við Íslendingar stöndum langt að baki margfalt minni nágrannaþjóðumm okkar, Grænlendingum og Færeyingu, hvað varðar möguleika landhelgisgæslu á að fást við stór sjóslys. 

Og samt græðum við margfalt meira en þessar þjóðir á ferðaþjónustu. 

Þetta tvennt, landhelgisgæslan og skráningar nýrra bíla í dag, annað tvennt í gær og annað tvennt eða þrennt á morgun. 


mbl.is Hefur ekki undan að forskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland og Danmörk eru stofnfélagar í NATO og Landhelgisgæslan og danski sjóherinn eru í miklu samstarfi hér á Norður-Atlantshafi.

"Landhelgisgæslan og danski flotinn hafa um árabil átt í góðu samstarfi, einkum á sviði eftirlits- og öryggismála.

Í janúar 2007 var undirritaður samningur um nánara samstarf milli Landhelgisgæslunnar og danska flotans er varðar leit, eftirlit og björgun á Norður- Atlantshafi og hefur samkomulagið styrkt samband þjóðanna á þessum sviðum."

Þorsteinn Briem, 15.5.2017 kl. 16:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ísland og Noregur undirrituðu í apríl 2007 tvíhliða rammasamkomulag um samstarf á sviði öryggismála, varnarmála, viðbúnaðar og leitar og björgunar.

Þann sama dag undirrituðu Ísland og Danmörk yfirlýsingu um samstarf ríkjanna um öryggis- og varnarmál og almannavarnir. Í samkomulaginu og yfirlýsingunni er vísað til aðildar Íslands, Noregs og Danmerkur að NATO og þeirra skuldbindinga sem af því leiða.

Tilgangur samkomulagsins og yfirlýsingarinnar er að staðfesta sameiginlega hagsmuni og framtíðarsýn ríkjanna varðandi öryggismál á Norður-Atlantshafi. Unnið er að útfærslu einstakra verkefna. Ísland gengur til þessa samstarfs með það að markmiði að leggja sitt af mörkum til sameiginlegs öryggis, eins og aðrar þjóðir."

        Þorsteinn Briem, 15.5.2017 kl. 16:58

        3 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

        Þessi íslensku fyrirtæki greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins og þeir tíu þúsund Íslendingar sem hjá þeim starfa greiða að sjálfsögðu einnig skatta til íslenska ríkisins, tekjuskatt og næst hæsta virðisaukaskatt í heimi af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

        Svo og útsvar til íslenskra sveitarfélaga.

        Erlendir ferðamenn greiða í raun alla þessa skatta með útgjöldum sínum til íslenskra fyrirtækja, 238 milljörðum króna árið 2012.

        Og ekki þarf nema örlítið brot af öllum þessum sköttum til íslenska ríkisins til að stækka hér bílastæði við ferðamannastaði, bæta þar salernisaðstöðu, leggja fleiri göngustíga og viðhalda þeim gömlu.

        Steini Briem, 8.11.2014

        Þorsteinn Briem, 15.5.2017 kl. 17:01

        4 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi."

        Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

        Þorsteinn Briem, 15.5.2017 kl. 17:05

        5 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

        27.11.2014:

        Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

        Þorsteinn Briem, 15.5.2017 kl. 17:08

        8 Smámynd: Þorsteinn Briem

        27.4.2017:

        "Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9%."

        Þorsteinn Briem, 15.5.2017 kl. 18:08

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband