18.5.2017 | 12:08
Svipað að gerast og 2003-2008.
Vöxtur "gráa" bílamarkaðarins núna er hliðstæður svipuðum vexti á árunum 2003-2008.
Nokkru eftir að sá markaður bólgnaði upp hitti ég Íslending sem hafði brjálað að gera við að flytja inn bíla, einkum stóra ameríska pallbíla, sem nutu sérstakra tollfríðinda sem "vinnubílar" þótt þá væru sumir orðnir af gerðinni Cadillac og í raun stórir lúxusbílar.
Af þessu samtali mátti sjá hina mjög svo íslensku hegðun að gera út á væntingar, því að jafnskjótt og skrifað hafði verið undir viljayfirlýsingu við Alcoa í júlí 2002 hófst mikil þensla, þótt þá væru enn tvð ár þar til að framkvæmdir eystre hæfust að einhverju marki.
Hagfræðingur í Seðlabankanum fann út að 80 prósent þenslunnar fælust í auknum yfirdrætti á kreditkortum landsmanna.
Kunningi minn sagði að menn væru nánast óðir í sem stærsta pallbíla, vegna þess að hækkun gengis krónunnar gerði þá mun ódýrari en áður hefði verið.
Já, gamla sólarlandaferðaheilkennið, að drekka eins mikið af áfengi í ferðinni og unnt væri af því að það væri svo ódýrt, og að þess vegna græddu þeir því meira sem þeir drykkju meira.
Grái bílamarkaðurinn vex hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans færist í aukana að nýir og nýlegir bílar séu fluttir inn af einstaklingum og fyrirtækjum með þessum hætti og sérstaklega virðist vera vinsælt að flytja inn nýlega raf- og tengiltvinnbíla."
Þorsteinn Briem, 18.5.2017 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.