21.5.2017 | 12:48
Sverðdans með íslenskum utanríkisráðherra 2003.
Minnisstæðan sverðdans innfæddra dansara mátti sjá á hátíðarsamkomu til heiðurs utanríkisráðherra Íslands í Maputo í Mósambík 2005.
Samkoman var haldin til heiðurs Íslendingum og sem tákn um þakklæti heimamanna í garð Íslendinga fyrir hjálp þeirra í líknarmálum og þróunaraðstoð.
Samkoman var hjá munaðarleysingjahæli sem Íslendingar höfðu átt þátt í að stofna og reka.
Sverðdansinn var einkum minnisstæður fyrir þær sakir, að einn stríðsdansaranna var með stóra mynd af Osama bin Laden framan á bolnum, sem hann var í og gerði sér áreiðanlega ekki grein fyrir því að hinn íslenski utanríkisráðherra hafði við annan mann ákveðið að skipa Íslendingum í hóp með hinum "viljugu þjóðum" til að berja á Írökum og Talibönum í Afganistan.
Dansaði þessi maður með þanið brjóst beint fyrir framan utanríkisráðherran.
Atvikið var sláandi fyrir þá sök, að vegna gamalgróinna sárinda í Afríku í garð evrópskra nýlenduvelda og Vesturveldanna almennt, finnur lúmskur áróður öfgamanna ýmsa farvegi til að koma áróðri sínum á framfæri og að Osama bin Laden hafði greinilega ekki sama blæ yfir sér í hugum margra Afríkubúa og hjá Vesturlandabúum.
Sverðdans Trumps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.