Sagan endalausa, enda hagsmunirnir miklir.

Síðustu áratugina hefur verið við lýði mikil eftirsókn hjá hinum háværa trúarhópi sem telur það stærsta hagsmunamál hvers tíma að koma sölu á áfengi í hendur sem flestra einkaaðila til þess að græða á henni.  

Miklir einkahagsmunir eru greinilega í húfi. 

Mikill munur er á því að aflétta ríkiseinokun á sölu áfengis og til dæmis ríkiseinokun á ljósvakafjölmiðlum. 

Hið fyrrnefnda er hreint lýðheilsumál og stórt eftir því. Allar rannsóknir á eðli málsins og niðurstöður alþjóðlegra heilbrigðisstofnana benda til þess að það væri hið versta mál ef ásóknin í að útbreiða söluna með sölu í einkareknum verslunum fengi framgang. 

Andstaða við einkavæðingu áfengisbölsins er af sumum verið kölluð "kommúnismi" en það er fráleit alhæfing. 

Ég var til dæmis alla tíð hlynntur því að gefa einkaaðilum færi á að fást við ljósvakamiðlun og fjarskipti í blönduðu fjölmiðlaumhverfi, og er ánægður með það að farsímanúmer mín voru annars vegar fyrsta "frjálsa símanúmerið" þegar TAL hóf starfsemi og hins vegar fyrsta símanúmerið hjá næsta frjálsa fyrirtækinu, sem fékki leyfi.

 

Hin ákafa óbeit sumra á tilvist RÚV gengur lengra en í nágrannalöndum okkar.

Til dæmis hefur Íhaldsflokkurinn það ekki á stefnuskrá sinni í kosningabaráttu sinni um þessar mundir að leggja BBC niður.  


mbl.is Forsætisráðherra órólegur og roðnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ætti að nægja að haf  ca 10 manns á hvorri útvarpstöð, veit ekki með sjónvarp sennilega gætu 20 manns sinnt starfsemi þar,

xxx (IP-tala skráð) 22.5.2017 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband