23.5.2017 | 01:37
"Blikkfrú"? "Er hún að verða meyr, hún May?"
Margrét Thatcher var með réttu kölluð "járnfrúin" á sinni tíð, enda stefnuföst með afbrigðum og lét ekki hrekja sig frá stefnunni fyrr en með uppreisn innan kjarna flokksins.
Margir fylgjendur Íhaldsflokksins hafa hugsanlega haft Thatcher í huga sem fyrirmynd Theresu May hvað stefnufestu snerti, en nú hefur May slegið á þær vonir í bili að komin sé ný járnfrú til forystu í flokknum með því að gefa verulega eftir frá stefnu sinni að mati margra, svo að jafnvel stefni í það að hún verði héðan af varla meira en blikkfrú.
Er hún að að verða meyr, hún May,
mundandi járnið lengur ei,
en baráttumálin selur á slikk
svo síðan verði hún kennd við blikk?
Segja Íhaldsflokknum ekki treystandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.