Eyðilegging minninga.

Á minninga erum við ekki neitt. Þær móta og lita líf okkar öðru fremur. Sá sem ræðst á þær með eyðandi afli ræðst að rótum líðanar okkar. 

Það er einkennileg tilfinning að sitja uppi á Íslandi og sjá í fréttum, að vettvangur góðra minninga erlendis hefur verið ataður blóði. 

Því að í stærstu samkomuhöll Bretlands áttum við Bubbi Morthens ekkert nema dýrmætar og góðar minningar frá árinu 1999 þegar við fórum þangað til þess að horfa á Prince Naseem-Hamed berjast við Paul Ingle í minnisverðum bardaga og lýsa því beint fyrir Íslendingum. 

Þarna hittum við margra persónulega, þeirra á meðal Prinsinn sjálfan og George Foreman. 

Prinsinn er sonur innflytjanda af arabísku ættum og Foreman er blökkumaður kominn af afrísku þrælum. Stórkostlegar og yndislegar persónur. 

Oft er það svo, að ef við eigum góðar minningar frá einhverju stað, langar okkur gjarna að koma þangað aftur til að rifja minningarnar upp. 

Nú hefur einhver ónefndur gert sitt til að eyðileggja þann vettvang góðra minninga sem samkomuhöllin í Manchester hefur verið fyrir mig, Bubba og fleiri. 

Enginn veit enn hvort öfgasamtök á borð við Íslamska ríkið stóð að þessu voðaverki, jafnvel ekki þótt þau lýsi verkinu á hendur sér, því að þau hafa áður lýst árásum á hendur sér þótt eftir á hafi verið sannað, að þau gátu ekki hafa tengst þeim beint, svo sem árás á rútu þýsks knattspyrnuliðs.

P.S. inni í miðjum pistli: Efgtir að ofangreind orð voru rituð hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð sinni á þessum hryllingi, og neðangreind orð um ábyrgð þess á öld hryðjuverka af svipuðum toga halda gildi sínu, því að...

...aðferðirnar, sjálfsmorðsárásir og akstur stórra bíla inn í hóp af fólki, hafa sprottið af starfsemi þessara hryðjuverkasamtaka og enda þótt nýtt atvik á Times Square í New York hefði svo sem geta gerst hvenær sem var, minnir það mann á nýjan veruleika, þar sem ráðist er að grunngildum vestræns þjóðfélags, frelsi, friði og öryggi.

Nú á maður ekki bara góðar minningar frá Time Square heldur ber skugga á þær vegna vitneskjunnar um voðaverkið þar. 

Höfuðverkefni okkar er því ekki aðeins að hamla gegn svona verkum, heldur líka að láta þau ekki eyðileggja góðar minningar okkar og þau gildi, mannréttindi, velvild, frelsi, frið og öryggi, sem þjóðfélög heimsins þurfa að byggjast á.   


mbl.is Óttast um börn og unglinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Þá loksins að barst tilkynning í nótt
frá lögreglu á Bretlandi um þennan atburð
eftir að hans hafði hvertvetna verið
getið um öll Bandaríkin þá var þetta nefnt
: Terror incident.

Lof sé fjölmiðlum fyrir það að láta ekki bjóða sér slíkt.

Húsari. (IP-tala skráð) 23.5.2017 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband