24.5.2017 | 07:08
Svo mikið lítilræði að hægt verður að auglýsa áfram "lyfjalaust eldi"?
Í gær mátti heyra í útvarpi langan og nákvæman fréttaflutning af því hve mikill stormur í vatnsglasi lyfjagjöf gegn laxalús í Arnarirði væri.
Meðal annars var því lýst, að þetta væri þvílíkt lítilræði, að laxeldisstöðin myndi hiklaust halda áfram að auglýsa út í frá að eldið hjá henni væri algerlega án lyfjagjafar.
Ef lyfjagjöfin er svona mikið smámál, má hins vegar spyrja, af hverju það sé akkur í því að auglýsa að engin lyfjagjöf fari fram.
Lúsugur lax fer á lyf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allt þetta kjaftæði um lyfjalausan landbúnað, lyfjalaust fiskeldi hjá þjóð sem notar meira af lyfjum en nokkur önnur þjóð í heiminum finnst mér satt að segja vera frekar hjákátlegt.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.5.2017 kl. 08:43
Landbúnaður á Íslandi er reyndar sá lyfjalausasti í veröldinni. Þannig notum vi til dæmis einn sextugasta af því lyfjamagni sem Spánverjar nota á hverja lífeiningu.
Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 24.5.2017 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.