Leitin endalausa.

Eitthvað nýtt!  Eitthvað nýtt! Hvað þetta hefur hljómað dátt síðan 2010 þegar Besti flokkurinn hafði á tímabili meirihluta atkvæða í skoðanakönnunum fyrir byggðakosningarnar 2010. 

Þetta var sannkallað Costco í stjórnmálunum, fullt út úr dyrum dag eftir dag, hjarðheagðun í hæstu hæðum. 

Nú berjast leifar samruna Besta flokksins og hluta úr Samfylkingu við að ná 5% atkvæða í skoðanakönnnunum. 

Fundirnir í Iðnó vikum saman veturinn 2008-2009. Liðin tíð. Og þó, Sósíalistaflokkur 1. maí, Framfarafélag í dag, - Costco alla daga, - hvað um næstu helgi. 

SDG reynir að finna farveg fyrir gamla góða fjórflokkinn, með því að grafa nýja braut fyrir hann, svo gerbreyttan, að hann falli að "breyttum stjórnmálum." 

+Aður hefur verið fjallað um alls átta tilraunir á síðustu 70 árum til þess að búa til farveg fyrir alla vinstri menn í einum flokki. 

Allan tímann var talað um "breytt stjórnmál" og "þörfina til að laga flokkakerfið að breyttum aðstæðum. 

Ævinlega forvitnilegt og stundum gekk þetta í nokkur ár. En síðan urðu stjórnmálin aftur "breytt". 

Já, sagan endurtekur sig. 


mbl.is Breytt stjórnmál kalla á viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig getur nokkrum heilvita manna dottið í hug að vellauðugur krakki, ósannsögull með falið fé á reikningum erlendis, með nær enga menntun vegna lítilla námshæfileika og leti, geti breytt stjórnmálum til hins betra á Íslandi. Opnið augun, látið ekki enn einu sinni spila með ykkur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.5.2017 kl. 15:27

2 identicon

Það er sagt að Framfarafélagið sé fyrsta skrefið að framboði Sigmundar í borginni. Ekki veitir af sterkari andstöðu gegn vinstrivillingunum í meirihlutanum, því að ekki eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að veita neitt aðhald.

Annars ætla ég í næstu borgarstjórnarkosningum að greiða Framsókn og flugvallarvinum atkvæði eins og ég gerði fyrir þremur árum (þótt ég hafi aldrei kosið Framsókn í þingkosningum), því að þeir eru þeir einu sem eru að berjast gegn islamvæðingunni og gegn byggingu nýrrar hatursræðumosku. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 27.5.2017 kl. 19:05

3 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Haukur Kristinsson !

Ætli þú fari ekki: tiltölulega nærri raunveruleikanum jafnvel, fornvinur ?

Pétur D. !

Ertu ekki að grínast - Pétur minn ?

Jafnvel: Duvalier feðgar á Haíti (afturgengnir) / eða þá Hó Chi Mính hinn Víetnamski (líka afturgenginn: eða þá dauður), væru þér hyggilegri kostir til kosninga, en Framsóknar liðið.

Sigmundur Davíð - er nú ekki merkilegri að burðum en svo, að hann svarar ekki Tölvupóstum mínum til hans, sem annarra samþingmanna hans frá mér, viðvíkjandi yfirstandandi baráttu mína, við þjófa- og gripdeilda bæli Lífeyrissjóðanna í landinu, Pétur minn.

Þau einu: sem sýnt hafa viðbrögð, þeirra 63ja menninga til þessa eru : Ásmundur Friðriksson / Björn Leví Gunnarrsson og já,, reyndar, Þórunn Egilsdóttir (af öllum).

Framsóknaflokkurinn - er ekkert að sýna raunveruleg andófsmerki gegn frekari uppvöðzlu Múhameðs plágunnar í landinu Pétur / heldur og: miklu fremur myndi það verða Íslenzka þjóðfylkingin, skúbbi hún útaf braut sinni friðsemdar mönnum:: eins og Guðsmanninum Jóni Val Jenssyni og öðrum honum líkum, og hógværum.

Spýti þau: Guðmundur Þorleifsson í Þjóðfylkingunni í lófa sína, eiga þau gnægð sóknarfæra jafnt: gagnvart Múhameðsku vánni / sem og hand ónýtu almennu stjórnkerfi og stjórnarfari, í landinu.

Ráðlegg þér alla vegana - að hugsa vel þinn gang, Pétur D.

Með beztu Kúómingtang hreyfingar (í anda Chiangs Kai- shek heitins 1887 - 1975,Herstjóra á Taíwan) kveðjum - af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.5.2017 kl. 21:27

4 identicon

Óskar, ekki veit ég til þess að Þjóðfylkingin sé að bjóða fram í borginni. Auk þess sagði ég að ég hefði aldrei kosið Framsókn í þingkosningum og mun aldrei gera. Sama á við um Sjálfstæðisflokkinn, sem er spilltasti flokkur landsins með Framsókn fast á hælunum. Aldrei hef ég kosið ESB-flokkana fimm sem eftir standa og mun ekki gera það. 2016 kaus ég flokk sem náði ekki manni inn (xF).

Svo á maður ekki að láta glepjast af sýndarflokkum. Árið 2009 var eini kosturinn að kjósa Borgarahreyfinguna, sem kom 3 vitleysingum inn auk Þórs Saari. Það fyrsta sem þessi "hreyfing" gerði var að svíkja kjósendur sína og ekki heyrðist múkk frá stjórn Borgarahreyfingarinnar. Því að þetta var bara plott vinstraliðsins til að rugla kjósendur sem voru laskaðir örvilnaðir eftir efnahagshrunið. Ég hef enn ekki fyrirgefið þeim svikin.

Svo að þú skalt ekki vera að skjóta föstum skotum á mig. Ég er enginn aðdáandi Framsóknarflokksins, og sérstaklega ekki laumuESBtittum eins og Gunnars Braga. En ég vil, eins og fleiri, fá flokk inn í borgarstjórn sem berst gegn jihadistum Dags Bjána Eggertssonar. Og þá má það gjarnan vera Sigmundur Davíð fyrir mér. Mundu það líka að Panamáskjölunum var lekið af George Soros, sem er hættulegasti glæpamaður heimsins í dag.

Ef konan hans Sigmundar átti einhverjar vel fengnar milljónir á aflandsreikningi, þá bliknar það í samanburði við þær stolnu trilljónir sem Soros og glæpavinir hans eiga í öllum skattaskjólum. En auðvitað fer vinstripressan ekki að velta sér upp úr svoleiðis smámunum, enda fjármagnaði Soros að mestu kosningabaráttu glæpakvendisins í Bandaríkjunums og tapaði.

Af hverju heldurðu, að öllum eignum Bandaríkjamanna var sleppt í Panamáskjölunum? Því að eigur allra annarra samtals er núll og nix í samanburði. Soros er einn af þeim sem vilja eyðileggja Evrópu ásamt Merkel og Macron. Á fimmtudaginn var hittust þau Merkel og Obama í Berlin til að skemmta sér yfir hryðjuverkinu í Manchester. Hryðjuverkinu sem Merkel og ESB bera ábyrgð á. Þetta eru soramenni upp til hópa.

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.5.2017 kl. 00:09

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér er aðvörun, Pétur D. Það eru takmörk, og þetta er bloggsíða í minni umsjá. Þú ferð yfir strikið með setningunni "..hittust þau Merkel og Obama í Berlín til að skemmta sér..." o. s. frv. 

Þú getur vel sleppt því að láta svona setningar frá þér fara. Ef ekki neyðist ég til að fela alla viðkomandi athugasemd. 

Ómar Ragnarsson, 28.5.2017 kl. 03:19

6 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Pátur D. !

Þú lest: gjörsamlega kolrangt í mínar ályktanir, ágæti drengur.

Hvergi - ýjaði ég að því, að þú styddir Framsóknarflokkinn (utan Borgarstjórnarkosninganna 2018, eins og þú tókst fram), umfram þá aðra, en aftur á móti fannst mér þú gefa til kynna (sbr. athugasemd nr. 2), að þú hygðist renna til liðs við þau, að nokkru.

Var ég nokkuð: umfram aðra skrifara og lesndur hjá Ómari, að misskilja þau orð þín, Pétur minn ?

Þú átt ekki - að vera að stökkva upp á nef þér Pétur, þó svo furðulegt trúnaðartraust þitt til ákveðinna stjórnmálamanna komi svo augljóslega fram, þó svo þeir hinir sömu, standi alls ekki undir þínum væntingum, fremur en flestra annarra, ágæti drengur.

Fremur venju.

Með: ekki síðri kveðjum - en hinum fyrri, og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.5.2017 kl. 13:50

7 identicon

.... afsakið fljótfærnina: Pétur D., átti að standa þar / + lesendur auðvitað, sem þar átti að standa.

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.5.2017 kl. 21:27

8 identicon

Ómar, ég er ekki að búa þetta til. Þetta stendur hér í þessari grein:

http://www.startribune.com/merkel-obama-to-attend-podium-discussion-at-berlin-event/424269733/

Tilvitnun í greinina: "Despite describing the world as "a very complicated place," Obama and Merkel still found time to joke with each other and made the crowd laugh several times."  Þetta kalla ég að skemmta sér. Engin sorgarstemmning þar.

Pétur D. (IP-tala skráð) 29.5.2017 kl. 22:19

9 identicon

Óskar, þú hefur lesið athugasemd nr. 2 eins og fjandinn les biblíuna laughing

Stuðningur minn nær eingöngu til atkvæðaseðilsins, ég hef engan áhuga eða þörf á því að ganga í félagið eða flokkinn. Ég hef aldrei á minni löngu ævi verið flokksbundinn neins staðar í íslenzku stjórnmálalífi og mun ekki vera það.

Og eins og ég hef gefið í skyn oftar en einu sinni, þá ber ég verulegt vantraust til allra þingflokka á Alþingi og allra fulltrúa í borgarstjórn. Að kjósa skásta kostinn í stöðunni þýðir ekki endilega að vera sáttur við allt sem sá kostur hefur upp á að bjóða. En að hafa einungis val milli svarta dauða og kóleru er aldrei auðvelt, engu að síður er þetta það sem hefur staðið til boða á Íslandi sl. 60 ár eða lengur

Pétur D. (IP-tala skráð) 29.5.2017 kl. 22:30

10 identicon

Sælir - á ný !

Pétur D. !

Afdráttarlausari svara: er vart hægt að krefjast af þinni hálfu / og kann ég vel að meta hreinskilni þína sem endranær, ágæti drengur.

Með þeim sömu kveðjum - sem öðrum og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.5.2017 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband