30.5.2017 | 02:22
Heildar kolefnissporið liggur ekki alltaf í augum uppi.
Fyrir þau not, sem ráðherrabíl eru ætluð, væri tvinntengilbíll líklegast með minnsta kolefnissporið í heild. Þá er gert ráð fyrir því að bíllinn hafi góða aðstöðu til að fá rafhleðslu þegar hann stendur kyrr á milli ferða í bæjarsnattinu, þannig að akstur hans sé að mestu leyti fyrir rafmagni.
En þetta dæmi getur verið nokkuð snúið.
Fyrir löngu hefði átt að vera búið að koma fyrir aðstöðu til rafhleðslu fyrir framan Stjórnarráðshúsið og ráðuneytin ef mönnum væri einhver alvara með að sýna gott fordæmi.
En líklega getur góður dísilbíll komist nálægt tvinnbíl (hybrid), ef miðað er við allt kolefnissporið sem bætist við aksturinn varðandi framleiðslu á tvinnbílnum, viðhaldi, rekstri hans og förgun.
Tvinnbíll sem ekki er tvinntengilbíll er jafnvel hugsanlega lakari kostur en dísilbíll ef heildar kolefnisporið er reiknað út.
Ég átti einu sinni skemmtilegt samtal við Ólaf Ragnar Grímsson þáverandi forseta, þegar hann kom á forsetabílnum, sem er tvinnbíll, Lexus, og renndi upp að hótelinu, þar sem ég var staddur í anddyrinu. Ég sagði við hann:
"Ef þú vilt gefa gott fordæmi getur þú verið á dísilknúnum Bens eða BMW af sömu stærð og Lexusinn, með svipaða eyðslu, snerpu, hraða og rými, þægindum og hraða, en bara með talsvert einfaldari og ódýrari vélarbúnað og minna heildar kolefnisspor. Og slíkur bíll hefði verið ódýrari í innkaupi fyrir þjóðina, því að tvinnbílarnir fá afslátt af gjöldum, sem er afar hæpið að hægt sé að réttlæta."
En Ólafur brosti og svaraði:
"En það er meira P.R. falið í því að vera á tvinnbíl."
Við hlógum báðir, því við þessu átti ég ekkert svar, nýbúinn að biðja hann um að sýna glöggt fordæmi, sem væri sem sýnilegast. En það er dísilbíll ekki.
Tökum annað dæmi. Ef miðað er við þá kröfu að færa einn mann úr stað á einkafarartæki, hvert sem er og á hvaða löglega hraða sem er, reikna ég með því að einfalt vespuvélhjól sé með minna heildar kolefnisspor en nokkur rafmagnsbíll.
Hjólið er nefnilega tíu sinnum léttara en léttasti rafmagnsbíll og eyðir þrefalt minna en sparneytnustu og ódýrustu bílar, sem eru þó fimm sinnum dýrari hið minnsta.
Og hjólið er tíu sinnum ódýrara í innkaupi og fjármagnskostnaði, auk þess sem kolefnissporið vegna framleiðslu, reksturs og förgunar er margfalt minna.
En það er kannski meira P.R. falið í því að aka rafmagnsbíl.
Einn bíll keyptur síðustu þrjú ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"The premature deaths are due to two key pollutants, fine particulates known as PM2.5s and the toxic gas nitrogen dioxide (NO2), according to a study carried out by researchers at King's College London.
The study - which was commissioned by the Greater London Authority and Transport for London - is believed to be the first by any city in the world to attempt to quantify how many people are being harmed by NO2.
The gas is largely created by diesel cars, lorries and buses, and affects lung capacity and growth."
Nearly 9,500 people die each year in London because of air pollution
Þorsteinn Briem, 30.5.2017 kl. 03:26
1.3.2017:
"Styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti er nú yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík.
Vegna veðuraðstæðna er líklegt að styrkurinn verði áfram hár í dag og næstu daga.
Brennisteinsvetnismengun á höfuðborgarsvæðinu kemur að nánast öllu leyti frá jarðhitavirkjunum á Hellisheiði, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu.
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Heilbrigðiseftirlitið hafi einnig bent á að styrkur svifryks hafi í morgun verið yfir heilsuverndarmörkum við Grensás í Reykjavík.
Styrkurinn þá var 67,45 míkrógrömm á rúmmetra en sólarhrings heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.
Styrkur niturdíoxíðs hefur einnig verið hár undanfarna daga.
Sú mengun kemur aðallega frá bifreiðum og er mest á morgnana og síðdegis þegar umferð er mest."
Þorsteinn Briem, 30.5.2017 kl. 03:30
3.11.2015:
"Komið hafa fram kröfur um að dísilbílar verði gerðir útlægir úr London."
"Umhverfisnefnd borgarstjórnarinnar segir að dísilbílar valdi um 40% loftmengunar í borginni."
"Árið 2020 koma til framkvæmda í London sérstök láglosunarbelti (ULEZ) með takmörkun á umferð.
Aðeins hreinustu bílum verður leyft að aka þar endurgjaldslaust.
Fyrir aðra fólksbíla, sendibíla og mótorhjól þarf að greiða 12,5 pund á dag og fyrir vöru- og flutningabíla 100 pund."
Þorsteinn Briem, 30.5.2017 kl. 03:42
7.12.2016:
París, Madrid, Aþena og Mexíkóborg banna dísilbíla frá og með árinu 2025
Þorsteinn Briem, 30.5.2017 kl. 03:55
Eg sel þetta ekki dirara en eg keipti það Omar minn
Why Carbon Dioxide is the "Miracle Molecule of Life" for GREENING our planet
https://www.youtube.com/watch?v=k6-Sk0FEGGQ
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 30.5.2017 kl. 04:16
"Miracle Molecules of Life can also be miracle molecules of death." Að vísu er "the photocynthesis" nálægt því að vera "miracle" náttúrunnar, en ekki falla fyrir svona heimsku.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.5.2017 kl. 10:29
Orðaskiptin vegna forsetabílsins féllu árið 2010, áður en sótagnamengun dísilbíla kom fram. Og mengun dísilbílanna snýst ekki um koltvísýringsútblástur heldur sótagnamengun, sem ekki hefur gróðurhúsaáhrif á lofthjúpinn í neinum umtalsverðum mæli.
Nú eru ýmsir framleiðendur dísilvéla komnir á fullt við að fullnægja auknum kröfum um útblástur.
Sem dæmi má nefna Mazda Skyactive, en hjá þeim framleiðanda hefur orðið rosalegur viðsnúningur frá fyrri tíð. Fyrir nokkrum áratugum var þjöppunarhlutfall bensínbíla aðeins þriðjungur af þjöppunarhlutfalli dísilbíla, og fyrir aldarfjórðungi voru bensínbílar með hlutfall í kringum 9,5:1 en dísilbílar með 22:1.
Nú er hlutfallið að verða jafnt hjá Mazda, í kringum 13:0 til 14:1 hjá báðum vélunum.
Í stórborgum er magn sótagnanna yfirleitt meira en í smærri borgum.
Það er því ekki víst að dísilvélarnar verði afskrifaðar með öllu 2025, en við sjáum hvað setur.
Ómar Ragnarsson, 30.5.2017 kl. 15:42
Ef nokkuð efni er "kraftaverkaefni" er það vatnið. En það þýðir ekki að það sé hið besta mál að drekkja lífi í stórum stíl.
Ómar Ragnarsson, 30.5.2017 kl. 15:45
Hvort er það 4% eða 6% alls koltvísýrings sem bílar á Íslandi eru réttilega valdir af?
Hvaðan kemur restinn af öllum koltvísýringi?
Það er nú einu sinni svo að plöntur geta ekki þrifist ef ekki er nógur koltvísýringur.
En það er alveg sjálfsagt að hætta að dæla klóakinu í hafið eins og islendingar gera í.storum mæli, sem veldur súrnun hafsins, ekki rétt Ómar?
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 31.5.2017 kl. 02:04
Haukur Kristinsson hverju a að falla fyrir.ég er sammala því að það er glæpur að dæla klóakinu beinustu leið i sjóinn i Astraliu er þetta látið rotna og er svo sett a nytja skóga
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 31.5.2017 kl. 04:03
Ignorantar fullyrða að aukin losun á CO2 hljóti að vera gott fyrir allan gróður. Þetta er rangt. Sjá link fyrir neðan.
http://www.spiegel.de/wissenschaft/natur/treibhausgas-zu-viel-co2-laesst-ackerpflanzen-verkuemmern-a-694592.html
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.5.2017 kl. 07:20
Haukur
hverju á að falla fyrir
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 31.5.2017 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.