1.6.2017 | 12:31
Aðeins of stór biti?
Aldrei fyrr í réttarfarssögu landsins hafa neitt viðlíka margir dómarar verið ráðnir á einu bretti.
Og þar að auki um að ræða heilt nýtt dómstig.
Það er rétt hjá Birgi Ármannssyni að enda þótt sérstök matsnefnd geri tillögur um það hverjir hljóti hinar nýju stöður, hefur ráðherra heimild til þess að víkja frá þeim, ef hann telur, eftir vandlega athugun, að færa megi gild rök fyrir breyttri veitingu.
En Birgir nefnir ekki, að Alþingi þarf lögum samkvæmt að samþykkja tillögur dómsmálaráðherra og því fylgir svipuð heimild til afskipta.
En þingið hefur aðeins haft tvo daga til að kynna sér útttekt matssnefndarinnar og mat ráðherrans, og þegar íhugað er flækjustig málsins varðandi alls 33 umsækjendur, sem matsnefndin lagði mat á, er augljóslega verið að kasta til höndum.
Ekki síst þegar um svo rótttæka aðgerð er að ræða í einu tilvikinu að ráðherra tekur umsækjanda, sem lenti í 30. sæti hjá valnefndinni, fram yfir umsækjanda, sem lenti í 7. sæti.
Spurningin er hvort þetta mál sé aðeins of stór biti fyrir þingið á svona stuttum tíma á sama tíma og allt er á útopnu þar vegna fjölda málanna, sem verið er að afgreiða fyrir þinglok.
Margt af því sem málsmetandi aðilar innan dómskerfisins hafa haft við ákvörðun dómsmálaráðherra að athuga felur í sér aðfinnslur og gagnrýni, sem taka þyrfti til athugunar.
Að því er komið hefur fram hafði matsnefndin þá aðferð að meta hinar ýmsu hliðar hæfis umsækjenda, gefa þeim eins konar einkunnir fyrir og í framhaldi af því heildareinkunn. Síðan mælti hún með því að þeir 15 sem urðu efstir, yrðu ráðnir.
En ráðherrann leggur þetta þannig út, að matsnefndin hefði aðeins talið þessa fímmtán hæfa og enga aðra. Og bætir við að það sé mjög grunsamleg tilviljun að þeir skyldu verða fimmtán!
Ákvörðun ráðherra verði rannsökuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Kannski er álitefnið það hvort
skynsamlegt hafi verið að ákveða að
Alþingi hefði með skipun dómara að gera.
Dómsmálaráðherra vakti strax athygli sem óbreyttur
þingmaður fyrir að ganga gegn flokknum ef því var að skipta.
Dómsmálaráðherra var einnig fyrstur allra alþingismanna
til að vekja athygli á því að veiting ríkisborgararéttar
af hálfu Alþingis utan hins hefðbundna kerfis bryti
í bág við jafnræðisreglu stjórnarskrá.
Athygli vekur að viðkvæm gögn leka út af fundi
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og er hreinasta óhæfa.
Fundarmenn eiga að afhenda síma sína og sjálfsagt að á þeim
sé leitað áður en slíkur fundur er haldinn sem varðar
viðkvæm gögn umsækjanda um störf innan stjórnsýslunnar
og vildu geta borið það traust til nefndarinnar
að fara með slík gögn, - traust á sandi byggt.
Af þessu tilefni hygg ég að margur hefði ekki annað
en gott af því að vita að alltaf verður algengara að
menn telji sig hafa heimild til að senda tölvupóst til
annarra jafnvel þó hann væri þeim einum ætlaður.
Dæmi eru um að slíkur einka-tölvupóstur hafi verið sendur
sérstaklega til allra innan tiltekins fyrirtækis.
Auðvelt er að sjá út hvað gerist og verður um þann
tölvupóst sem út er sendur með þeim hætti að hafið er
yfir allan skynsamlegan vafa, algerri og 100% vissu.
Mér finnst að við lifum tíma þar sem traust er einskis virði
og flestum stofnunum virðist nokkuð sama þó svo sé, -
jafnvel aðalatriði máls ef ekki tær snilld!!
Húsari. (IP-tala skráð) 1.6.2017 kl. 14:08
Mikid rétt hjá thér Ómar.
En ég vill endurtaka aftur sem ég hef sagt hér
á bloggsídum.....
Henni tókst það, að eyðileggja allan þenna grunn að
Landsdómi, vegna ömurlegrar fátæktar í pólitískri hugsun.
Thad tharf ekkert meira um thad ad segja.
Landsdómur er fallinn.
Sigurður Kristján Hjaltested, 1.6.2017 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.