"Hvort eð er" útskýring.

Stundum er notuð afsökun eða útskýring á ýmsu, sem nefna mætti "hvort eð er" útskýring. 

Það er rétt hjá dómsmálaráðherra að Alþingi var ætlaður allt of knappur tími til þess að athuga niðurstöðu, sem sérstök matsnefnd kunnáttumanna hafði fengið margar vikur til að komast að. 

En í stað þess að fallast þá á að fresta endanlegri afgreiðslu málsins um mánuð, kemur "hvort eð er" útskýring,- að niðurstaða matsnefndarinnar hefði hvort eð er ekki verið að fullu samþykkt.

Ein stórkostlegaasta "hvort eð er" afsökun okkar tíma er sú sem virkjana- og stóriðjufíklar nota, sem sé sú, að náttúra Íslands sé "hvort eð er" sífellt að breyta landinu og þess vegna sé í góðu lagi að framkvæma nokkurn veginn hvaða óafturkræfu náttúruspjöll sem er.

Það muni "hvort eð er" verða stórgos í Friðlandi að Fjallabaki, Þingvallavatn muni hvort eð er hækka og flæða yfir Vellina, Mývatn muni hvort eð er grynnka og hverfa smám saman o. s. frv.  


mbl.is Niðurstaðan hefði ekki fengist samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á hvaða leið er Íhaldið með íslenska lýðveldið. Við erum þegar með spilltustu löndum Evrópu, en markmiðið hjá þeim virðist manni vera „failed state“. En gleymum ekki hækjunni, án hennir kæmist Íhaldið ekki úr spori. Framsókn var traust hækja, en núna eru þær þrjár. Ef ekki fleiri, eins og sýndi sig þegar Samfylkingin undir forustu Ingibjargar Sólrúnar skreið uppí hjá Geir Guðblessi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.6.2017 kl. 10:43

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi eftiráskýring ráðherrans breytir engu um þá staðreynd að Alþingi fór ekki að lögum við atkvæðagreiðsluna. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða IV. við lög um dómstóla nr. 50/2016 hefði Alþingi átt að greiða atkvæði um hverja og eina af 15 tillögum ráðherra en ekki eina tillögu um alla 15 dómarana í einu lagi eins og var gert. Þar af leiðandi er engin leið að vita hverja af hinum 15 tillögum Alþingi var að greiða atkvæði um á síðasta degi þingsins og er því niðurstaðan sú að enginn tillaga var raunverulega samþykkt. Þess vegna liggur á þessu stigi ekkert fyrir sem veitir Forseta Íslands heimild til að skipa neinn dómara við Landsrétt.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum vissi meirihlutinn af þessu en ákvað að kjósa um alla í einu þrátt fyrir ráðleggingar um að fara eftir lögum. Af því má ráða að um einbeittan brotavilja hafi verið ræða.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2017 kl. 11:10

3 identicon

Og stundum er notuð afsökun eða útskýring á ýmsu, sem nefna mætti "okkur að kenna" útskýring. Hún á að útskýra allar breytingar sem verða á umhverfi okkar. Við verðum að grípa til aðgerða þó rannsóknir sýni að breytingin sé náttúruleg. Náttúrulegar breytingar á Mývatni kallast því mengun og verða okkar að stöðva þó vitað sé að aðgerðir okkar munu ekki hafa nein áhrif á þróunina. Veðrinu hafa færustu vísindamenn gegnum árþúsundin talið okkur stjórna og því höfum við ætíð og munum áfram færa guðunum fórnir til að breyta því.

Óafturkræfar breytingar sem gera líf okkar auðveldara og hag komandi kynslóða betri er nú hin mesta synd. Sem betur fer hugsuðu forfeður okkar ekki svona. En nú má ekkert og allt skal vera óbreytt. Breytingar eru af hinu illa og ætíð okkur að kenna. Heyrst hefur að reykur frá bíl breytir veðrinu og að of margir hommar orsaki jarðskjálfta. En náttúran, landslag og veðurfar skulu um aldur og ævi vera eins og sautjánhundruð og súrkál. Og allt annað er "okkur að kenna".

Hábeinn (IP-tala skráð) 3.6.2017 kl. 13:40

4 identicon

Riding a bicycle is the summit of human endeavour - an almost neutral environmental effect coupled with the ability to travel substantial distances without disturbing anybody. The bike is the perfect marriage of technology and human energy. Jeremy Corbyn

Life Is Like Riding a Bicycle. To Keep Your Balance You Must Keep Moving. Albert Einstein.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.6.2017 kl. 14:30

5 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Mkið hljóta þeir löglærðu einstaklingar sem selja sálu sína við að reyna að finna leiðir til að fara á svig við lögin ,vera stoltir af menntun sinni. Að mínu áliti eru þeir sem þannig starfa engu minni glæpamenn en þeir sem sannarlega hafa verið dæmdir fyrir glæpi sína.Nóg virðist vera af þessum einstaklingum og engin tilviljun að þónokkrir eru bæði þingmenn og ráðherrar.

Ragna Birgisdóttir, 3.6.2017 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband