Þeir bora líka í bensíngeyma.

Býsna mikil sérhæfing virðist oft á tíðum ríkja í undirheimum og koma til skjala þjófar, sem sérhæfa sig á ýmsan veg.

Nú er gengi á ferð sem stelur hvarfakútum undan bílumm.

Þjófar, sem stálu bíl mínum af bílasölu fyrir fjórum árum vor greinilega atvinnumenn, gengu skipulega til verks og næstum því smásmugulega. Þetta var Toyota 4runner ´92 breyttur fyrir jöklaferðir á 38 tommu dekkjum á afar góðum felgum. 

Dekkin voru ný og þess vegna var bílnum stolið, dekkin og felgurnar hirtar og auk þess sagaðar af bílnum allar breytingar á honumm svo sem gangbretti og brettakantar. 

Borað var gat á bensíngeyminn til að stela bensíninu af honum og haft fyrir því að taka þurrkurnar af bílnum, auk númera. 

Númerin oft notuð til að se5ja á aðra bíla sem notaðir voru til að stela bensini af bensínstöðvum þar sem ekki voru notuð greiðslukort.  

Ég var hársbreidd frá því að upplýsa málið því að sá sem stal bílnum var með viðurnefnið "litli" ef ég man rétt, og gleymdi að færa bílstjórasætið fram á ný eftir að hafa setið undir stýri. 

Fingrafar fannst en munaði örlitlu það væri sönnunargagn.

Auk þess sást til ferða breytts jeppa sem þjófurinn hafði hugsanlega umráð yfir, en aftur munaði hársbreidd að hægt væri að góma hann.  

Ég fékk vitneskju um geymslustað, sem notað væri fyrir alls konar þýfi, en ekki voru næg gögn til að fá fógetaúrskurð til húsleitar. 

Bíllinn fannst lemstraður og strípaður á uppslitnum smádekkjum vestur á Granda. 

Í leiðangri mínum við að leita að 38 tommmu dekkjunum fékk ég sérkennilegt tilboð um að kaupa hálfslitin 38 tommu dekk og felgur á hlægilega lágu verði.

Í gangi er markaður fyrir svona hluti og mig grunaði að þeir sem stálu bílnum stæðu að því að ég fengi smá sárabætur án þess að ég gæti rakið hvaðan þær kæmu.

Það veitti áhugaverða sýn inn í undirheima þjófnaða að vasast í þessu máli og fá smá nasasjón af verkaskiptingu þjófnaðargengjanna.

Sumir sérhæfðir í afmörkuðum vörum eins og dekkjum, felgum eða breyttum bílum.  


mbl.is Saga hvarfakúta undan bifreiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margur hér í sárri sút,
syrgir nú sinn hvarfakút,
hverfur allt og hreinsað út,
hrynja tár í vasaklút.

Þorsteinn Briem, 3.6.2017 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband