5.6.2017 | 16:07
Ennþá meira tilraunaverkefni en kísilverið í Helguvík?
Eftir um hálfsárs barning og vandaræði virðist margt í starfsemi United Silicor í Helguvík hafa verið hálfgerð tilraunastarfsemi með fleiri uppákomum og vandræðum en nokkur ímyndaði sér fyrirfram.
Ef þetta hefur verið svona í starfsemi, sem ekki var talin fyrirfram vera nein tilraunastarfsemi og þurfti að fara í mat á umhverfisáhrifum, ef ég man rétt, - við hverju má þá búast í starfsemi Silicor Materials á Grundartanga, sem er fær undanþágu frá mati á umhverfisáhrifum og hefur þó verið skilgreint að minnsta kosti einu seinni sem tilraunastarfsemi?
Nei, allt sem eigendur verksmiðjunnar leggur fram um framleiðsluaðferð, sem á sér enga hliðstæðu, er tekið gott og gilt, og það litla sem kannað er, er í gegnum aðila, sem draga má stórlega í efa að sé ekki vanhæfur.
Í ljós kom í vetur, að fyrirtækið Silocor Materials hefur ekki átt fyrir gjöldum vegna lóðar og greiðslna til íslenskrar aðila, og er rétt að benda á athuganir og skrif Haraldar Sigurðssonar um það efni.
Býst við að heyra frá Silicor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.