Trump hefur aldrei beðið lægri hlut að eigin sögn.

Allur æviferill Donalds Trumps hefur verið samfelld sigurganga að hans eigin sögn. 

Öll hans fjölmörgu gjaldþrot fólu í sér mikinn sigur að hans mati, hvert einasta þeirra.

Vandfundinn er líklega eins ósigrandi maður.  

Þegar hann missir menn frá sér er auðvelt að líta á það sem sigur, því að það gefur færi á að hann ráði í staðinn mun þægari þjóna.

Og því fleiri og þægari þjóna, sem hann hefur, því meiri sigra getur hann unnið. 

Þetta er ekki einsdæmi meðal áhrifamikilla manna í heimssögunni en einna svakalegastur var Foringinn miklu sem hreif eina mestu menningarþjóð Evrópu, svo að enga hliðstæðu er að finna.

Að áliti Foringjans hafði hann aldrei rangt fyrir sér. Ef hann tók ranga ákvörðun, var það vegna þess að aðrir höfðu blekkt hann eðs svikið hann. 

Eða, að hann hafði ekki fengið réttar upplýsingar. Í ræðu, sem hann hélt fyrir þjóð sína eftir ófarir á austurvígstöðvunum sagðist hann engan veginn hafa getað vitað það fyrirfram að Rússar gætu framleitt 30 þúsund herflugvélar og meira en 20 þúsund T-34 skriðdreka á hverju ári. Bara T-34, fyrir utan alla hina. 

Í lokin voru það þjóð hans og hershöfðingjar hans sem brugðust, ekki hann. 

Stærstu ófarir verða oftast í kjölfar mesta yfirlætisins, eða eins og máltækið segir: Dramb er falli næst. Ein af höfuðsyndunum er hrokinn, í smáu sem stóru. 

Það skal skýrt tekið fram að hér er ekki verið að líkja þessum tveimur mönnum saman, því að Foringinn mkili var svo ósambærilega einstætt fyrirbæri, að Winston Churchill réttlætti bandalag við fjöldamorðingjann Stalín með þeim orðum, að þótt hann yrði að gera samning við sjálfan Kölksa um að koma "skrímslinu" á kné, yrði honum ekki skotaskuld úr því að geta sagt eitthvað vinsamlegt í Neðri málstofunni um myrkrahöfðingjann. 


mbl.is Sendiherra Bandaríkjanna í Kína hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er nú ekki samt lígt með skildum. þegar embætismenn eru ornir svo hræddir að færa slæmar fréttir af óta við ,afleiðíngar fyrir þá sjálfa. sleppa því að veita  upplýsíngarþekkjum þettað hér á landi þar sem embætismenn nota " tölfræði " tilað fá " rétta niðurstöðu " af ótta við stöðumissi. er ísland komið á sama staðog vamarlýðveldið í þýskalandi uppúr fyra stríði. nú bíðum við eftir sterkum leiðtoga vonandi verður hann nær rhosvelt en hitler

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 6.6.2017 kl. 08:19

2 identicon

"Öll hans fjölmörgu gjaldþrot"

Sex fyrirtæki sem hafa farið í greiðslustöðvun hafa allt í einu orðið "fjölmörg gjaldþrot", kom-on Ómar, þú ert betri en þetta!

Gulli (IP-tala skráð) 6.6.2017 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband