Snjall leikur við myndun meirihlutans.

Þegar núverandi meirihluti var myndaður í borgarstjórn 2014 hefði ekki endilega þurft alla þá flokka í meirihlutasamstarf sem gengu að því borði.  

Með því að sleppa einum flokki úr hefði meirihlutinn oltið á einu atkvæði, og slíkt gerir stöðu hvers aðila sterka hvað varðar það að hafa oddaaðstöðu. 

En ákveðið var að hafa meirihlutann stærri og hvað varðaði hættuna á samstarfsslitum var það snjall leikur, því að þá var enginn einn borgarfulltrúi í meirihlutanum með oddaaðstöðu, heldur þurfti tvo til. 

Gallinn við þessa tilhögun gat hins vegar verið sá að staða hvers og eins fulltrúa í meirihlutanum veiktist hvað oddaaðstöðuna snerti. 

En hvað samstarfið innan meirihlutann snertir, hefur hann siglt nógu lygnan sjó til þess að vera með svipað fylgi og í kosningunum 2014. 

Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að Sjálfstæðiflokkurinn værí síðan 2010 aðeins með í kringum 25% fylgi í skoðanakönnunum í borginni í stað 40-50% sem var nokkuð föst tala Sjálfstæðisflokksins og Íhaldsflokksins í 90 ár þar á undan. 


mbl.is Sterk staða meirihlutans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þótt ég sé þeirrar skoðunar að flugvöllur innanlandsflugsins eigi að vera í Vatnsmýrinni held ég að Dagur Eggertsson standi sig bara vel. Kannski of vel. "Quality" er ekki hátt skrifuð hjá mörgum innbyggjum, vanir fúskinu og margir skilja ekki orðið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband