Aukið flækjustig og vandræði vegna Brexit?

Ætlun Theresu May var að gera meirihluta Íhaldsflokksins enn tryggari en hann var og auðvelda með því meðal annars henni og flokki hennar að ganga frá útgöngu Breta úr ESB, Brexit. 

Í staðinn virðist ljóst að eins og staðan er núna gæti May fengið afar tæpan meirihluta, en ef hún missir meirihlutann er ætlunin um fá bætta aðstöðu fyrir hana og flokk hennar til að ráða Brexit til lykta fokin út í veður og vind.

Hvernig sem allt fer var þessi kosningaleiðangur hennar hreint ólánsflan.  

Það að auki yrði veiklun stöðu hennar innan flokksins sjálfs svo mikil að óvissa gæti skapast að því leyti og snúið hlutunum við, að í stað Verkamannaflokks í henglum og óreiðu, færðist það ástand inn í Íhaldsflokkinn. 

Áður en May tók hina snöggsoðnu og djörfu, en í raun glæfralegu ákvörðun um kosningar gat hún horft fram á hafa sterka stöðu næstu ár í breskum stjórnmálum. f

Nú geta gagnrýnendur hennar sagt, að það hafi kannski verið best að hún lyki pólitískum axarsköftum sínum af í stað þess að dreifa þeim yfir á tímann, sem Brexit-málið verður hið erfiða viðfangsefni breskrar stjórnmálamanna. 

Nú eru veður öll válynd, ekki síst ef niðurstaðan verður sú að Jeremy Corbyn verði næsti forsætisráðherra landsins. 


mbl.is Corbyn gæti tekið við taumunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flóknara mál en áður en flækjustig þess eykst ekki.

Þorsteinn Briem, 9.6.2017 kl. 01:10

2 identicon

Rétt athugað hjá Steina. Við tölum t.d. ekki um aukið hitastig. Allt í lagi að hafa orð á þessu því Ómar leggur mikla rækt við íslenska tungu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband