Minnir svolítið á Hillary Clinton og Bernie Sanders.

Enginn átti von á öðru en að Hillary Clinton þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að eldgamall karl eins og Bernie Sanders ætti nokkra möguleika til að hagga við henni í forkosningunum síðatliðið haust. 

En sá gamli hreif unga sem aldna með kröftugum og líflegum málflutningi þótt hann lyti í lægra haldi á endanum fyrir vel smurðri kosningavél Clinton. 

Sanders skynjaði vaxandi óánægjustrauma og nýtti sér það, og þegar Hillary hafði ýtt honum til hliðar sótti Donald Trump inn á svipað svið. 

Hvernig sem bresku kosningarnar fara núna er ljóst, að það sem kemur mest á óvart er að fyrirfram álitinn vonlaus keppninautur Theresu May, hinn grámyglulegi Jeremy Corbyn með Verkamannaflokkinnn og fylgi hans í henglum, skyldi með kröftugri og líflegri kosningabaráttu ná að hrista svo upp í kosnningaslagnum, að nú bíða menn spenntir eftir því hvort May missi meirihlutann sem hún hefur þó haft fram að þessu. 

Cobyn virtist njóta þess að berjast á sama tíma sem May var hikandi, tók rangar ákvarðanir og veigraði sér við að nýta hvert tækifæri sem gafst til að sanna fyrir kjósendum, að hún ætti það skilið að auka meirihluta sinn á þingi.

Hún var líka óheppin að hryðjuverkið í London skyldi gerast einmitt á versta tíma fyrir hana, því að upplýsingarnar um stórfelldan niðurskurð hennar á framlögum til lögreglunnar og fréttirnar af andvaraleysinu gagnvart höfuðþaurunum í ódæðunum hafa áreiðanlega tekið af henni fylgi.   


mbl.is May missir meirihluta samkvæmt spám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

May has said farewell in June,
very false her latest tune,
to the bin,
by Corbyn,
he will be the master soon.

Þorsteinn Briem, 8.6.2017 kl. 22:30

2 identicon

...meirihluta og Maydóminn. Good riddance.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 23:32

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Skelfilegt ef þessi Corbyn krati kemur að. En ef Theresa er ekki af þeirri stærð sem Bretar þurfa þá vita þeir hvernig á að afgreiða hana. Þeir fóru létt með Churchill eftir stríðið, Magga Thatcher stækkaði upp úr stígvélunum sínum og var afgreidd án þess að Bretar hafi einhverja stjórnarskrá eins og Píratar og Össur eru að tönnlast á að sér alger forsenda.

Theresa er víst bara ekki Maggie þó að hún reyni að gera sig tilgerðarlega í framburði. Hún er ekki the Iron Lady.

"Kunst komm nicht vom wollen sondern können" sagði dr. Göbbels við Zöru Leander.

Theresa er bara líklega ekki Maggie Thatcher. 

Halldór Jónsson, 8.6.2017 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband