Þar sem tveir menn eða fleiri koma saman....

Nytsamlegt getur verið að reyna að rýna í hugsunarhátt erlendra hryðjuverkasamtaka varðandi þá staði sem þau velja sér til ódæðisverka sinna. Á þessari öld eru það nöfn eins og New York, Washington, Madrid, London, Brussel, Nice og Manchester. 

Allir þessir staðir eiga það sameiginlegt að vera fjölfarnir og að afar margir þekkja þá og hafa verið þar. 

Af þeim sökum hreyfa hryðjuverkin við fleirum en ella og valda hámarks óhug og ótta. 

Og þessir staðir eru frekar miðsvæðis í fjölmennum ríkjum og hægt að komast til þeirra úr mörgum áttum. 

Kannski eru fregnir af vopnaburði íslenskra lögreglumanna ætlaðar til að senda þau skilaboð til erlendra hryðjuverkasamtaka að vegna þess að Ísland er fjarlæg eyja sé ekki eins auðvelt að komast þangað og um stór og þéttbíl meginlönd og að hryðjuverkafólk geti ekki gengið að vopnlausri lögreglu sem vísum hlut á samkomum á Íslandi. 

Maður veit svo sem ekki hvort og hvað lögregluyfirvöld eru að hugsa eða hvað þeim gæti látið sér detta í hug.

Því að að ekkert af því sem nú fréttist af kemst í hálfkvisti við það þegar íslensk yfirvöld fengu NATO, öflugasta herveldi heims, til þess að láta loka stórum hluta hálendisins í júlí 1999 til þess að senda þangað öflugustu drápstæki heims, árásarþotur til þess að æfa sig á því að gera árásir á íslenskt náttúruverndarfólk! 

Slíkt fólk var þá og er ef til vill enn í dag talið mesta ógn við íslensku þjóðina sem hugsast getur. 

Annars hefði heræfingin Norðurvíkingur ekki snúist um svona árásaráætlun né heldur kallaður til stærsti skriðdreki landsins til þess að aka gegn sitjandi fólki í Gálgahrauni hér um árið.

En nú má hugsanlega búast við fjölgun aukavakta og aukna yfirvinnu hjá vopnuðum íslenskum lögregluþjónum, þannig að ef maður setti sig í stellingar eftirhermunnar og hermdi eftir Guðna Ágústssyni myndi það geta hljóðað svona:

Þar sem tveir menn eða fleiri koma saman á Íslandi, þar er atvinnutækifæri fyrir byssumenn. 

En 

 


mbl.is Undrandi á vopnaburði lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þúsundir íslenskra fjölskyldna fóru á Evrópumeistaramótið í knattspyrnu í Frakklandi í fyrra, skömmu eftir hryðjuverkin þar, þannig að þau valda nú ekki mikilli almennri hræðslu.

Þorsteinn Briem, 13.6.2017 kl. 17:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eitt sinn voru vopnaðir lögreglumenn sendir til að vera á verði á Keflavíkurflugvelli á meðan sprengt var allt í kringum Sigmund Davíð Gunnlaugsson í Stjórnarráðinu.

Þorsteinn Briem, 13.6.2017 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband