Voru innflytjendur í Ameríku "byrði á þjóðinni"?

Ameríkulöndin eru innflytjendalönd og innflytjendurnir komu frá öllum hinum heimsálfunum. 

Ómenntaðasta fólkið var frá Afríku og samkvæmt kenningunni, sem nú er flaggað mjög af ýmsum hér á blogginu var þetta fólk "byrði á þjóðinni" eftir að hafa komið algerlega ómenntað til landsins og alls ekki sjálfviljugt. 

Hvers vegna var þetta fólk þá flutt inn?  Jú, til þess að vinna störf sem þeir, sem fyrir voru, vildu ekki vinna. 

Meðal afkomenda þessa fólks urðu Louis Armstrong, Jesse Owens, Ella Fitzgerald, Martin Luther King, Sidney Poiter, Nina Simone, Billy Holyday, Muhammad Ali, Colin Powell og Barack Obama.  Hvert og eitt "byrði á þjóðinni"?

Ísland var innflytjendaland í upphafi og innflytjendurnir komu frá minnsta kosti fimm löndum, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Skotlandi og Írlandi. 

Allt að þriðjungur uppruna Íslendinga er kominn frá keltnesku löndunum þar sem hvorki var töluð norræn tunga né iðkuð norræn menning. 

Varð þetta fólk "byrði á þjóðinni"?  Nei, að konurnar voru fluttar inn sem þrælar mestan part til að vinna störf sem hið norræna fólk vildi ekki vinna. 

Sagan endurtekur sig í dag. Það þarf ekki annað en að fara til Vestfjarða til þess að koma í samfélag, þar sem mikið af lykilfólkinu í störfum er frá útlöndum. 

Er þetta fólk "byrði á þjóðinni"?  Það getur varla verið, því að það er að vinna störf sem við hin innfæddu erum greinilega of fín til að vinna. 

Hingað komu innflytjendur sem voru að hluta flóttamenn á árum nasisma og fasisma í Evrópu. 

Meðal þeirra var fólk, sem varð að burðarásum í íslenskri menningu, þrátt fyrir erlendan upppruna og það að kunna ekki orð í íslensku þegar þeir komu.

Þeir áttu ekkert húsnæði.  Gilti alhæfing bloggpistlahöfundanna um að allir innflytjendur séu "byrði á þjóðinni" um þetta fólk?

Voru menn eins og Viktor Urbancic, Carl Billich, Jan Moravek, Jose M. Riba, Franz Mixa, Josef Fellsman, Fritz Weishappel og fleiri "byrði á þjóðinni"?

Sjá má menn halda því fram í sömu andránni að það eigi að reka alla útlendinga úr landi og skattleggja barnafólk sérstaklega til að spara óþarfa peningaaustur í barnafólk og menntakerfi. 

Nú þegar er gangverk þjóðfélagsins þannig, að ef allir útlendingarnir yrðu reknir úr landi myndi atvinnulífið stöðvast. 

En nú þegar hafa barneignir íslenskra kvenna dregist svo mikið saman, að þær eru ekki nógu miklar tið að "viðhalda stofninum"!

Og samt má sjá í sömu andránni sagt að stemma eigi stigu við óþörfum barneignum, stöðva innflytjendur og reka þá og útlendinga úr landi. 


mbl.is „Hættum að líta á flóttafólk sem byrði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um tuttugu þúsund Íslendingar flúðu héðan frá Íslandi til Vesturheims fyrir meira en einni öld og indíánar aðstoðuðu marga þeirra.

Þorsteinn Briem, 14.6.2017 kl. 00:28

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hverju ætli indíánar Ameríku myndu svara spurningu síðuhafa? Svaranna er helst að leita á afviknum verndarsvæðum, þar sem restin af þeim býr, við kröpp kjör og algera niðurlægingu.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.6.2017 kl. 01:42

3 Smámynd: Hörður Þormar

Fyrstu innflytjendur á Íslandi voru ekki "byrði" á neinni þjóð því að þar var engin þjóð fyrir.

Það mætti hins vegar spyrja hvort þeir hafi ekki verið byrði á landinu, eða hvað finnst þér, Ómar?

Hörður Þormar, 14.6.2017 kl. 14:23

4 identicon

Ómar, negrar voru ekki fluttir til vesturheims vegna þess að engin þar nennti að vinna!
Evrópubúar fluttu með sér, til vesturheims, skæða sjúkdóma sem heimamenn þekktu ekki og þeir smituðust í milljónum og léturs og einnig í og með vegna þrældóms.
Það voru arabar sem bentu Evrópubúum á að flytja þræla frá Afríku þangað vestu, til að fylla upp í skarðið. Arabar hafa haft þrælahald árhundruðum lengur en Evrópumenn.
Að sjálfsögðu héldu svertingjar sinni trú og siðum eftir fremsta megni, en þeir hafa aldri haldið því fram, að þeirra trú og siðir séu á hærra plani en hinna kristnu.
Aftur á móti eru flestir innflytjendur til vesturlanda algjör plága í dag, með sinn hroka, frekju og fullkomna afneitun á siði og trú gjestjafanna. Imammar og mullar standa þar efstir í brúnni, með sitt gleiða bros.
Svo í annan stað ferð þú að bera saman Evrópska listamenn, sem aldir eru upp við Evrópskan kúltur, við Araba og annað framandi fólk eins og Sómalíusvertingja og Afganistan sem eru á mörkunum að teljast þróaðir.
Hefur þú nokkurntíma heyrt arabíska eða afganska dægurmúsík?
Ef hún fellur þér ekki í geð, hvað er það þá sem gerir þá svona aðlaðand?
Bara að benda þér á eitt, svona til fróðleiks, að það var Vallóni, sem bjó og vann í Svíþjóð, sem fann aðferðina að búa til krómstál, sem er heimsfrægt.
Flest af þessu fólki sem kemur inn í Evrópu í dag er af allt öðru kaliber, en það fólk sem flutti á milla landa hér áður fyrr.
En annars, er salafistinn sem fékk lánaðan samkomusalinn hjá Fríkirkjunni, ennþá að predika osftækis íslam þar, eða er hann kannski búin að kaupa nýtt húsnæði fyrir Saudi-arabíska þeninga?

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 14.6.2017 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband