Græðgin er verri en hátt gengi krónunnar.--e

Kaffibolli á þúsund kall. 1800 krónur fyrir að skoða sig um í Hörpu. Lang, lang hæsta bílaleiguverð á byggðu bóli. Hótel út um allt.  

Örfá dæmi um græðgina sem hefur gripið um sig hjá þjóðinni sem útrýmdi síldinni í "síldarævintýrinu" fyrir hálfri öld. 

Semm flutti inn marga sauðfjársjúkdóma og minkinn í ofánálag á tveimur öldum án þess að hika við gífurlega áhættu. 

Alltaf sagt það sama og glymur um sóknina í að tífalda fiskeldið, "notaðar fullkomnustu varúðarráðstafanir sem finnast." 

Erum við þjóð sem ætlar aldrei að læra af því að hafa umgengist eina af höfuðsyndunum sjö með léttúð?

 


mbl.is Krónan sligar bílaleigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað gera Íslendingar við "peningana sem frúin í Hamborg gaf þeim".

* Byggja Hótel ...

Hvað ætla Íslendingr að gera, þegar ferðamannastraumurinn hættir og Hótelin standa auð?

* Flytja inn flóttafólk til að geta lifað á peningaaðstoð Sþ.

Hvað gera Íslendingar til að forða sömu afleiðingum, og lönd eins og Svíþjóð frá þessu?

* Láta lögguna fá skotvopn, svo hægt sé að skjóta lýðinn ...

Svona skipuleggja stjórnvöld, framtíð landsins.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 24.6.2017 kl. 08:40

2 identicon

Ekki vorkenni ég gullgröfurunum !

Græðgi er eina orðiðyfir þetta.

Svo reyna þeir að fá gengið fellt til að græða meir

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 24.6.2017 kl. 08:40

3 identicon

gét  verið samála ómari. t.d. var minkurinn stór mistök. en öfgar eru altaf slæmatr líka í náttúruvernd, alstaðar þarf málamiðlanir. en þá þurfa menn líka að tala saman sem skortir mjög á hér á landi.er að ná niðurstöðu sem flestir er sátir við. furðulegt hvernig ráðherrar ráða mest " já. menn " í nemdir ríkisibs til að fá " rétta niðurstöðu " 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.6.2017 kl. 08:53

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Græðgin, er að hafa of hátt gengi. Þá geta bankarnir hirt allt Ísland.

Jónas Gunnlaugsson | 23.6.2017

Þessi gengishækkun krónunnar er skipulögð. Ef bankinn lánar ekki í hótel, þá eignast bankinn ekkert. Ef bankinn lánar í hótel þá eignast bankinn hótel. Við vitum að bankinn, gerir ekkert nema að skrifa töluna.

Egilsstaðir, 24.06.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 24.6.2017 kl. 10:24

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Bravó Ómar, rétt sálgreining Fjallkonunnar sem tekur alltaf meira og meira fyrir d......

Halldór Jónsson, 24.6.2017 kl. 10:30

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er inngreipt í þjóðarsálina. Við erum þjóð sem höfum verið háð duttlungum náttúrunnar og kúgunarafla á 12. Hundrað ár. Menn grípa gæsina meðan hún gefst. Fiska þegar gefur og hamstra því það er ekki víst hvenær gefur. Ekki víst hvað veturinn verður langur eða trosið kostar næsta dag. Í því liggur eyþjóðargeðveikin. Óttinn við skort. Í hverri fjáfestingu þarf að vera "kickback" daginn eftir. Ef við náum að byggja upp stöndug fyrirtæki, þá eru þau fljót föl hæstbjóðanda fyrir skammgoðan vermi.

Þessi geðbilun endar svo á því að við komum okkur í enn meiri nauð og eykur líkur á kreppunni sem við óttumst. Eyðandi vítahringur.

Langtímahugsun er ekki til. Skammtímamhyggja og lélegt skammtímaminni er það sem kemur okkur í koll. Við getum ekki hugsað til langtíma og búið í haginn. 

Margur spekingurinn segir að það að lifa í núinu sé allra meina bót við streitu. En við erum sönnun fyrir því að það getur verið fótakefli líka. Við erum ekki fær um annað. Hér þarf öll þjöðin að leggjast á sálfræðibekkinn til að ná sér af brjálseminni.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.6.2017 kl. 12:41

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við erum runnin undan kóngum og þrælum og erum í eðlinu hvort tveggja. Þetta er vond samsetning. Svona borderlin geðklofi. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 24.6.2017 kl. 12:49

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við ættum að njóta þess nú að gengið er hátt, því innflutningur vöru og þar með rekstrarkostnaður lækkar í hlutfalli. Hér lækkar engin neitt. Nú er það inn að fá mesta gróðann í vaxtamun. Tekjur af vaxtamun sem til eru komnar vegna þessa lækkaða rekstrarkostnaðar. Um leið og gengið lækkar, þá er allt hækkað enn meir til að til að halda "arðsemi í væntingum".

Þegar svo við erum við það að "prísa okkur út af markaðnum" þá er brugðist við minnkandi verslun með enn meiri hækkunum til að halda í við arðsemiskröfurnar. Kröfur sem byggja á tólum sem eru fyrirfram dregnar upp úr hatti töfraviðskiptafræðingsins án tillits til ytri aðstæðna. Svo verða allir hissa þegar allt hrynur og kenna stjórnvöldum um og finna sér sökudólg í einhverjum Davíð eða Steingrími. 

Hið opinbera bregst svo við með patentlausnum sem byggja á því að allir geri það sama og fari í fiskeldi, refarækt, fjármálastarfsemi. Nú eða virkjanir og stóriðja eru alfa og omega til lausnar. "Erlendir fjárfestar og erlend fjárfesting verða lausnarorðið. Ekki vantar erlenda fjárfestingu í afríkuríkjum, þar sem erlend stórfyrirtækki eiga allt sem arðsemi skilar og flytja arðinn úr landi meðan þjóðin sveltur. Við erum á góðri leið þangað. Á góðri leið með að verða leiguþý í eigin landi í nýju lénskipulagi fjölþjóðafyrirtækjanna.

Ekki sjens að við sjáum okkar hlutdeild í því þegar allt er komið á vonarvöl. Við finnum sökudólga, úthellum reiði okkar á samfélagsmiðlum án nokkurrar sjálfskoðunnar og leggjumst svo í þunglyndi og bíðum eftir að einhver komi og reddi okkur. 

Skyringanna er þó að leita í þessum inngróna geðbresti þeirra sem eru kóngar og þrælar í senn. Fólki sem getur ekki sýnt fyrirhyggju nema til eins dags í einu. Þjóð full af hatri og skertri sjálfsvirðingu í afneitun á eigin bresti.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.6.2017 kl. 13:13

9 identicon

Mikið til í því sem Jón Steinar segir. Áhlaupsvinna og vertíðarmennska.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.6.2017 kl. 13:38

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ómar, þetta er ekki þjóðin, það sést á því öfgalausa fólki sem í grennd við mig er.  Ég veit ekki hvernig þetta er í grennd við þig, en sumir eru þefvísari en aðrir á ósóma.  

Hrólfur Þ Hraundal, 24.6.2017 kl. 13:49

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Auðvitað voru það valdsmenn sem fluttu inn alla búfjársjúkdómana og minkinn og auðvitað eru dæmin, sem nefnd eru, ekki alhæfing, heldur bara til að benda á afmörkuð dæmi um það sem leikur lausum hala.

Ómar Ragnarsson, 24.6.2017 kl. 14:13

12 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Bjarne  Örn Hansen kl. 8.40: Byssur eru varnarvopn, ekki árásarvopn lögreglu.  Mögulega hefur þú ekki greind til að skilja það sem ég var að segja, en við því er fátt að gera annað enn að vopna lögregluna. Lögregla sem getur ekki varið sig, ver engan. 

Hrólfur Þ Hraundal, 24.6.2017 kl. 14:43

13 identicon

Sæll.

Þetta hefur ekkert með græðgi að gera. 

Svo er fyrirsögn blaðamannsins ekki heldur góð: "Krónan sligar bílaleigur." Er nú alveg víst að krónan hafi eitthvað með þetta að gera? Hvernig veit blaðamaður það? Vegna þess að hann er ESB sinni? Vegna þess að hann hefur rætt við þá sem reka bílaleigur? 

Staðan efnahagslega úti í heimi er slæm og takmörk fyrir því hve mikið fólk er tilbúið að veðsetja sig til að leggjast í ferðalög.

Í annan stað getur Ísland ekki verið  í tísku meðal ferðamanna endalaust. Hvenær var síðasta gos? Ef Katla gýs bráðum gæti það hæglega breyst og landið aftur komist í tísku.

Ummæli Jóns Steinar um stórfyrirtæki í Afríku eru afar undarleg. Alþjóðleg fyrirtæki sem starfa erlendis borga alla jafn góð laun. Afríka er ekki fátæk vegna þess sem stórfyrirtæki gera þar.  

Helgi (IP-tala skráð) 24.6.2017 kl. 21:31

14 Smámynd: Már Elíson

Helgi 13# - Afríka ER ekki fátæk. - Hvert einasta land í Afríku býr yfir allsnægtum, gulli og gersömum. - Hverjir stjórna og hvernig, studdir af hverjum, er málið. - Punktur. - Bilið breikkar á Íslandi og undir yfirborði glæsimynda af gráspengdu Garðabæjarhyskinu kraumar fátækt íslendinga, Konukot og Mæðsastyrksnefnd, barsmíðar á konum, þjófnaður ráðamanna Íslands á eigum landsmanna, fiskinum mokað upp úr sjónum og andvirðið falið í öðrum löndum og Alþingi, stjórnað af alrmdum kennitöluflökkurum. Vafningslaust glæpahyski. - Varstu að minnast á Afríku ???

Már Elíson, 24.6.2017 kl. 23:39

15 identicon

Allt rétt hjá Ómari  !   Græðgin er að gera út af við ferðamannaiðnaðinn  !

Allir vilja græða en ekki borga neitt til samfélagsins  !

Grasserar allt í svartri atvinnustarfsemi !

Auðvitað vill enginn eiga viðskipti við ,,glæpastarfsemi" !

Jón (IP-tala skráð) 25.6.2017 kl. 01:16

16 identicon

Norðmenn gengu frá ungsíldinni inn á fjörðum hjá sér vegna þess að þeir höfðu ekki skip til að sækja hana út. Lugu því svo upp á Íslendinga. Þetta sagði mér gamall norskur sjómaður sem sigldi með mér.

GB (IP-tala skráð) 25.6.2017 kl. 09:36

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er rétt hjá GB að það voru norðmenn sem gengu frá síldarstofninum hér með ofveiði á gotsíld og smásíld heimafyrir áður en hun gekk hingað.

Þeir stóðu einnig að mestu fyrir ofveiðinni hér framanaf og þegar íslendingar tóku þetta yfir voru menn byrjaðir að elta hana langt austur í haf. Á Siglufirði voru það norðmenn sem byggðu upp síldariðnaðinn og byrjuðu hér 1903.

Síldin hvarf oft á þessu tímabili og eftir hvert hlé var lengra og lengra að sækja hana. 

Jón Steinar Ragnarsson, 25.6.2017 kl. 11:58

18 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Geirmundur Heljarskinn og hans lið gereyddu vestfjörðum af rostung á sínum tíma og hefur hann varla sést hér á landi síðan. Græðgin er ekki ný saga. 

Stefán Þ Ingólfsson, 25.6.2017 kl. 20:59

19 identicon

Það fyndnasta í þessari frétt er fullyrðingin að einhverjar bílaleigur séu "að keyra niður verð". Ég gerði smá könnun, setti upp vikuleigu á bíl (rentalcars.com) í Keflavík og sömu daga í Alicante. Niðurstaðan var að meðaltali (mismunandi eftir stærðum) 295% dýrara að leigja í Keflavík. 9-manna bíll var 580% dýrari í KEF. Ég held það sé langt í að þessar leigur hér heima fái nokkra samúð.

Sigurjón (IP-tala skráð) 26.6.2017 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband