Álagstímarnir verða vandamálið.

Deilihagkerfið í notkun bíla, annars vegar svonefnd deilibílaþjónusta og hins vegar sjálfkeyrandi bílar, eru heillandi möguleikar til stóraukinnar skilvirkni, sparnaðar og minni orkukostnaðar, en miðað við íslenskar aðstæður eru tveir flöskuhálsar sem myndast á hverjum virkum degi.

Það er annars vegar á morgnana þegar fólk er að fara til vinnu og með börn á leikskóla, og síðdegis þegar fólk er að fara heim til sínu úr vinnu, fara í verslanir og að sækja börn á leikskóla.

Deilibílaþjónusta og sjálfkeyrandi bílar gera að vísu gert þennan akstur mun skilvirkari en áður var en þó ekki nema að hluta til, því að miðað við núverandi ástand eru takmörk fyrir því hve mikið er hægt að dreifa þeim tímasetningum.

Þetta breytir þó ekki hagkvæmni ofangreindra tveggja nýjuna, heldur aðeins því, að að möguleikarnir til að fækka bílum eru kannski ekki eins miklir og menn hafa haldið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Basel-Stadt og Basel-Landschaft eru tvær Halbkantone í Sviss, sem mynda eitt samfellt og samanvaxið íbúðarsvæði (flatarmál ca. 540 ferkm.) Um það bil 200.000 manns búa í BS en 285.000 í BL. BVB (Basler Verkehrs-Betriebe) er fyrirtækið sem hefur umsjón með almenningssamgöngum í BS og BLT (Baselland Transport AG) í BL. Árlega ferðast 180 milljón farþegar með spor- og strætisvögnun fyrirtækjanna eða daglega um það bil hálf milljón. Menn geta rétt ímyndað sér hvað mundi gerast væri þessi mannfjöldi á ferðinni á eigin skrjóðum. Kerfið er svo gott að það er ekkert mál að vera bíllaus á þessu svæði. Yfirleitt koma vagnarnir á 7 og 8 mínútna fresti.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.6.2017 kl. 16:24

2 identicon

innan við 2/7 af kostnaði við rekstur Strætó greiðist af fargjöldum. Ef fólk vildi í alvöru fjölga farþegum með strætó þá ætti ekki að rukka fargjöld í 3 ár

Grímur (IP-tala skráð) 24.6.2017 kl. 16:52

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Menn geta rétt ímyndað sér hvað myndi gerast ef þessi fjöldi væri á eigin skrjoðum." 

Hárrétt; Haukur. Umræðan er mjög óþroskuð þegar verið er að hnjóða í það fólk sem ekki ferðast um á einkabíl. 

Þvert á móti ættu þeir sem eru á einkabíl að vera þakklátir þeim, sem með notkun á hjólum eða litlum léttum vélhjólum eða fara með strætó losa um pláss fyrir einn einkabíl í umferðinni. 

Ómar Ragnarsson, 24.6.2017 kl. 22:50

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eflaust tækju fleiri strætó, ef þjónustan væri boðleg. Það er hún hinsvegar engan veginn á höfuðborgarsvæðinu og því notfæra svona fáir sér hana. Umferðartafir á álagstímum eru ekkert séríslenskt fyrirbrygði, eins og flestir vita. Þetta er yfirleitt spurning um 10-20mínútur, til eða frá. Þess á milli rennur þetta nú bara býsna ljúft, flesta daga. Deilibílaþjónustunni verður fróðlegt að fylgjast með. Sniðug hugmynd, nema á álagstímum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 25.6.2017 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband