Þegar "síldin lagðist frá."

Nokkrum árum eftir algert hrun norsk-íslenska síldarstofnsins heimsótti ég Raufarhöfn og gerði um það einn af þáttum sjónvarpsins sem báru heitið "Heimsókn". 

Athyglisvert var hvernig menn töluðu um þetta mikla hrun. Þeir sögðu "eftir að síldin lagðist" en ekki "eftir að síldinni var eytt."

Áratugir liðu og síldin hélt áfram að fela sig á þeim stað, sem hún hafði fundið, þegar hún lagðist frá. 

Hún hafði aldrei verið drepin, ónei. 

Menn horfðu út á hafið. Einhvers staðar þarna úti, liklegast í norðri, var hún ennþá öll. 

Því að þar gat hún falið sig undir hafísnum, svo að það var ekki hægt að finna hana á asdicinu. 


mbl.is Síldarstofninn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Veiðar íslenskra skipa á norsk-íslensku síldinni námu 160.000 tonnum árið 2006. Aflamarkið fyrir 2007 er nálægt 186.000 tonnum.

Margar þjóðir veiða úr stofninum í samræmi við samning milli Noregs, Rússlands, Færeyja, Evrópusambandsins og Íslands.


Mest er veitt á alþjóðlegu hafsvæði en einnig innan færeysku lögsögunnar og í efnahagslögsögunni umhverfis Jan Mayen."

"Lexía fyrir framtíðina.

Hrun síldarstofnanna upp úr miðjum 7. áratugnum hafði mjög slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf en skýr merki ofveiði og óhagstæð umhverfisskilyrði réðu mestu um að svo fór sem fór.

Á hinn bóginn hafa markvissar aðgerðir við uppbyggingu stofnsins orðið að fyrirmynd fiskveiðistjórnar í seinni tíð."

Ábyrgð í málefnum sjávarútvegs - Sjávarútvegsráðuneytið

Þorsteinn Briem, 28.6.2017 kl. 07:10

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Eftir nokkrar slakar vertíðir á sjötta áratug 20. aldar komu góð síldarsumur og aflinn hafði aldrei verið meiri.

Íslendingar voru í fararbroddi hvað snerti veiðitækni og aðrar þjóðir tileinkuðu sér hana. Stór stálskip komu í stað trébátanna og kraftblokkir gerðu vinnuna um borð léttari. Það þurfti ekki lengur að bíða þess að síldin færi að vaða, því að hægt var að lóða hana með asdiktækjum.

Á þessum árum færði síldin sig stöðugt austar og loks fannst engin síld lengur fyrir norðan landið, einkum vegna minni hita sjávar. Gömlu síldarbæirnir á Austurlandi urðu síldarstórveldi en ævintýrið stóð ekki lengi.

Árið 1969 hvarf síldin. Norsk-íslenzki síldarstofninn hafði verið ofveiddur. Norðmenn, Íslendingar og Rússar báru ábyrgð á því.

Hvarf síldarinnar var reiðarslag fyrir efnahag viðkomandi landshluta og þjóðarinnar allrar. Á þessum árum nam útflutningur síldarafurða um helmingi útflutningstekna þjóðarinnar og þjóðin hafði lifað í vellystingum.

Velmegunarár síldarævintýrisins voru að baki og finna varð nýja stofna til að veiða. Snemma á áttunda áratugnum kom fram ný tækni við þorsk- og loðnuveiðar sem skapaði nýjan grundvöll fyrir efnahagslíf gömlu síldarbæjanna og þjóðarinnar í heild.

Það tók síldarstofninn 27 ár að ná sér á strik og nú eru síldveiðar stundaðar á ný. Síldin var friðuð í norsku fjörðunum um árabil og stofninn leitar á Íslandsmið í fæðuleit eins og fyrrum."

Síldarævintýrið á Siglufirði

Þorsteinn Briem, 28.6.2017 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband