Er "stöðugleikinn" lognið á undan storminum?

Á yfirborðinu ríkir blíðviðri í íslenskum efnahagsmálum. Hækkun gengis krónunnar gerir það yfirleitt óþarft fyrir seljendur vöru og þjónustu, sem tekin er með í vísitöluna, að hækka verðið og þar að auki gefur þessi gengishækkun svigrúm til þess að komast hjá því að lækka verðið í takt við raunverulegt innkaupsverð til landsins. 

Verðbólgan er lítil sem engin og það gerir að verkum að umsamdar launahækkanir skila sér betur til launþega en ella. 

En tvennt má nefna sem ógnar þessu líkist óveðursbliku sem er að draga á loft áður en stormur skellur á. 

Annars vegar áhrif gengishækkunarinnar á þá atvinnuvegi sem keppa við verðlag samkeppnisaðila erlendis og missa samkeppnishæfni við hækkun gengis. 

Að því hlýtur að koma að bakslag verði 

Hins vegar, og ekki síður ógnvænlegt, er ef að nýju fer af stað kapphlaup launa og verðlags í kjölfar skammsýnislegs úrskurðar Kjararáðs. 

Í því ráði sitja menn sem eru óbeint að taka þátt í verðlagningu eigin launa þegar það ákveður laun fólks á sama launasviði og það sjálft er. 

Ef og þegar blaðran springur vegna óánægju annarra hópa launafólks, sem finnst það sitja eftir, er fjandinn laus. 

Hækkun launakostnaðar almennt, meðal annars hjá útflutningsgreinum og ferðaþjónustu, mun þá bætast við afleiðingarnar af hækkun gengis krónunnar og ný kollsteypa af gamalkunnum toga skella yfir eftir að yfirborðslegur stöðugleiki hefur reynst lognið á undan storminum. 


mbl.is Hrundið af stað nýju „höfrungahlaupi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem vilja vera með íslensku krónuna sem framtíðargjaldmiðil okkar sem búum hér á Íslandi verða að sjálfsögðu að sætta sig við að lágt verð í íslenskum krónum fáist fyrir til að mynda sjávarafurðir sem fluttar eru út héðan frá Íslandi vegna þess að erlendir ferðamenn moka hér inn erlendum gjaldeyri sem hækkar gengi íslensku krónunnar.

Steini Briem, 18.3.2017

Þorsteinn Briem, 28.6.2017 kl. 18:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

"Í þess­um mánuði hef­ur íslenska krón­an veikst um 6% gagn­vart evru, sem er þvert á vænt­ing­ar margra sem bjugg­ust við geng­is­styrk­ingu krónunnar sam­fara há­anna­tíma í ferðaþjón­ustunni.

Mjög erfitt er að spá fyr­ir um gengi krón­unn­ar og veik­ing­in síðustu vik­ur er ágæt áminn­ing um að fjöl­marg­ir aðrir þætt­ir en ferðamenn hafa áhrif á krón­una.

Þetta kem­ur fram hjá Grein­ing­ar­deild­ Ari­on banka í dag."

Þorsteinn Briem, 28.6.2017 kl. 19:12

3 identicon

Athyglisverð grein. Tvennt, sem manni finnst umhugsunarvert í þessu sérstaklega. Í fyrsta lagi er það spurningin um hvað og hverjir geta haft áhrif á gengisskráninu krónunnar (hún er hér og verður um sinn, hvað sem síðar verður). Sumir vilja meina að einhverjir ótilteknir aðilar, erlendir eða innlendir, sem hafi mikið fjármagn til umráða, séu að leika sér að því að spila með okkur og okkar þjóðarhag. Vel má það svo sem vera, til munu vera sjóðir og einstaklingar sem leika sér að slíku og íslenska hagkerfið er þeimm barnaleikur einn að fást við. Hitt atriði er það sem Ómar bendir á og er verulega alvarlegt, er það hvernig þetta blessað Kjararáð getur tekið svona drastískar ákvarðanir algerlega án tillits til íslensks samfélags og veruleika. Veit ekki hvort það fólk hefur treyst á að þeirra ákvarðanir hverfi í gúrkutíðinni, en það held ég sé vanmat,ef svo reynist,  bæði á íslenskum almenningi og fréttamati.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 28.6.2017 kl. 19:22

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Sammála - er að sjá mörg merki bæði hérlendis og erlendis hranna upp á síðustu vikum - minnir á 2006-7.

Guðjón E. Hreinberg, 28.6.2017 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband