2.7.2017 | 02:52
Hin dökka hlið áhættumats.
Á hverjum degi göngum við í gegnum atriði í tilrverunni þar sem gott er að gera vandað áhættumat.
Það getur verið með þá niðurstöðu að eitthvað gerist á x ára fresti að jafnaði.
1981 notaði ég tækifærið þegar við Jón bróðir minn kepptum í Sænska rallinu, sem var vetrarrall og liður í heimsmeistarakeppninni, til að fá nægar upplýsingar til að gera áhættumat fyrir Ísland.
Niðurstaðan varð: Að meðaltali eitt dauðfall á öld.
Þegar ég kom heim fögnuðu félagar mínir í rallinu líkt og við værum hólpnir, en það sló á fögnuðinn þegar ég benti á þann neikvæða möguleika, að þetta dauðsfall gæti allt eins orðið í næsta ralli eins og eftir hundrað ár.
Svipað gildir um hættu á stórfelldum hamförum og hörmungum varðandi árekstur smástirnis eða risastórs lofsteins við jörðina.
Þótt hamfarir á borð við þær stærstu, sem vitað er um jarðsögunni, gerist með löngu millibili, veit enginn með vissu hvenær á þessu tímabili, ósköpin gerast.
Það gæti alveg eins orðið í allra næstu framtíð eins og eftir milljón ár.
Eru loftsteinar stærsta áskorun mannkyns? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar þú sérð yfirdrifið heimskulega hluti í mogganum, þá er stundum gagnlegt að tékka á hvað þeir velja að skrifa ekki um þann daginn.
Heimspressan var upptekin af þessu https://www.nature.com/news/three-years-to-safeguard-our-climate-1.22201 í dag.
Jon Helgi Þórarinsson (IP-tala skráð) 2.7.2017 kl. 04:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.