Hið "ómögulega" afrek Vilhjálms Einarssonar.

Það er undantekning frá reglunni að menn setji met í íþróttum án þess að aðdragandi og undirbúningur hafi verið eftir kúnstarinnar reglum. 

Eitt besta dæmið um það er það, þegar Vilhjálmur Einarsson jafnaði gildandi heimsmet í þrístökki með meti sem stendur enn í dag 56 árum síðar og ekki er hægt að sjá að verði jafnað í fyrirsjáanlegri framtíð.

Vilhjálm misminnti um það um hvorki meira né minna en tvær klukkustundir hvenær keppnin ætti að hefjast og kom því til leiks aðeins fimm mínútum áður en keppni ætti að hefjast.

Aðdragandi að keppni er venjulega notaður til skipulegs undirbúnings varðandi smátt og stórt, mataræði og nákvæmri upphitun.

Vilhjálmur lenti því í erfiðleikum við að láta allt of stuttan undirbúning ganga upp.

Hann varð því að sleppa fyrstu stökktilrauninni, sem hann átti, vegna tímaskorts.

Það kom því bæði honum og öllum á óvart þegar þetta stórkostlega afrek sá dagsins ljós, 33 sentimetrum lengra en næstbesti árangur hans á ferlinum.  

Á stigatöflunni á þessum tíma samsvaraði 16,70 m þrístökk 9,8 sekúndum í 100 metra hlaupi. 


mbl.is Bætti metið eftir brúðkaup fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar Vilhjálmur setti Íslandsmet, sem enn er meðal elstu gildandi Íslandsmetum, og stökk 16,70m þá var nýtt 3 daga gamalt heimsmet 17,03m. Vilhjálmur jafnaði því ekki það heimsmet og heimsmetið hefur oft verið slegið síðan.

Hvað 9,8 í 100m hlaupi kemur málinu við er svo erfitt að skilja. Áttu Íslenskir hlauparar að hlaupa hraðar en heimsmethafar næstu áratuga til að standast samanburð við þetta Íslandsmet? Hvernig leggja menn að jöfnu 16,7m í þrístökki, sem var undir heimsmeti, og 9,8 í 100 metra hlaupi á þeim tíma sem heimsmetið í 100 metra hlaupi stóð í 10?

Vilhjálmur Einarsson var frábær íþróttamaður og vann mörg eftirtektarverð afrek. Það er alger óþarfi og honum enginn greiði gerður með því að búa til einhverja vitleysu þegar minnið er lélegt og menn of latir til að nota Google.

Hábeinn (IP-tala skráð) 8.7.2017 kl. 15:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hábeinn, heimtar nákvæmni pg reynir að rífa niður eins og honum er unnt þennan pistil minn af hreinni þráhyggju eins margt af því og ég skrifa á síðu mína og honum er unnt, segir að minni mitt sé lélegt, ég of latur til að nota Google og ég sé að búa til einhverja vitleysu.

Hábeinn veit greinilega ekki, að 16,70 8. ágúst 1960 var jafnt gildandi heimsmeti þá.

Joseb Schmidt var að vísu nokkrum dögum fyrr búinn að stökkva 17,03 metra, en það átti eftir að fara yfir gögn varðandi það stökk og viðurkenna það.  

Ýmiskonar tæknileg atriði hafa valdið því að heimsmetin i tæknigreinum bættust meira eftir 1960 heldur en í einfaldari greinum eins og spretthlaupum. 

Til dæmis var heimsmetið um miðja síðustu öld í stangarstökki lengi vel á róli milli 4,77 og um og yfir 4,80. 

Síðan kom ný tækni í gerð stanga og stökkstíls, og Sergei Bubka fór mörgum sinnum yfir sex metra. 

Hábeinn getur dundað við það að rífa niður afrek stangarstökkvaranna fyrir 60 árum og fjargviðrast yfir "vitleysu" minni, leti og lélegu minni, en afhjúpar sína eigin fávisku með því. 

Hann getur ekki breytt því, að miðað við gildandi stigatöflu 1960 jafngilti 16,70 í þrístökki 9,8 í 100 metra hlaupi og afrek á hverjum tíma verður að miða við þann tíma þegar þau eru unninn. 

Ég hef annað og skárra við tímann að gera við að elta ólar við herferð Hábeins á hendur mér.

Því að í þetta sinn fór hann enn einu sinni yfir strikið  og ætti að biðjast afsökunar á því gagnvart lesendum síðunnar. 

Grunnur herferðar Hábeins blasir við öllum, sem geta notað Google til að kynna sér afrek Vilhjálms Einarssonar. 

Öll þessi atriði gæti Hábeinn sannreynt með þvi að nota sjálfur Google og skoða það sem skrifað var í íslenskum blöðum 9. ágúst 1960 um stökk Vilhjálms. 

Ómar Ragnarsson, 9.7.2017 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband