12.7.2017 | 08:43
Ellin og kerfisvilla leika grátt einn af stórmerkilegum bræðrum.
Allir þekkja Gylfa Ægisson og tónlistarverk hans. Færri vita að hann á tvo bræður, sem ekki eru síður merkilegir listamenn á sviði ljóðagyðjunnar, Lýð og Sigurð.
Þeir eru alveg einstakir menn, þessir bræður, og hafa glatt og snortið ótal hjörtu um ævina með ljóðasnilli sinni.
Því miður vita ekki nógu margir um það sem þeir hafa lagt af mörkum til að gleðja fólk í kringum sig og lífga upp á tilveruna.
Stundum segi ég frá ljóðrænum samskiptum okkar Lýðs sem var nokkurs konar hirðskáld Hrekkjalómafélagsins í Vestmannaeyjum. Ævinlega hrífst fólk af tilþrifum hans og ég er honum þakklátur fyrir að hafa lagt mér til perlur sínar.
Það er dapurlegt í okkar svonefnda allsnægtarþjóðfélagi ef Lýður Ægisson er grátt leikinn af kerfi samfélagsins á gamals aldri. Hér er greinilega kerfisvilla á ferð.
Það snertir streng í hjarta þeirra, sem hann þekkja, að frétta af því hvernig komið er fyrir honum, og ekki gott til þess að vita ef fleiri kerfisvillur leynast hér og þar í velferðarkerfinu.
Hið opinbera og stundum flókna kerfi okkar þjóðfélags, sem er utan um aldraða, býr yfir slysagildrum, og ég veit og vona að góðir menn, sem hafa helgað krafta sína málefnum gamla fólksins, muni kippa málum í liðinn, þegar þörf er á.
Þarf að greiða tvöfalt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er sorgleg staðreynd, en kemur ekki á óvart í þjóðfélagi frekjunnar.
það eru væntanlega fingraför einhverra Viðskiptafræðinga á þessu sem kunna bara á krónur og aura en hafa ekki hugmynd um þjófélagsleg gildi, þjóðfélaghópar sem ekki hafa háværa talsmenn ná ekki eyrum þeirra.
Hrossabrestur, 12.7.2017 kl. 09:06
Kæri Ómar.
Ég vil þakka, fyrir hönd okkar barna Lýðs, fyrir hlý orð í garð pabba og taka undir um leið hversu erfitt það er að horfa uppá svona. Nógu erfitt er að sjá svona sterkan karakter hverfa inn í sálina en um leið þurfa að berjast fyrir hans ævikvöldi líkt og við gerum nú. Það á enginn skilið sem lagt hefur sitt af mörkum til samfélagsins frá barnsaldri en pabbi var farinn að sækja sjóinn 13 ára gamall. Einhversstaðar þarf að gera breytingar en ekki síst þarf að sýna skilning á aðstæðum og bregðast skynsamlega við en því miður gerist það ekki alltaf og allsstaðar.
Virðingafyllst,
Sigurjón Lýðsson
Sigurjón Lýðsson (IP-tala skráð) 12.7.2017 kl. 09:49
Mattías Ægisson er ekkert laus við tónlistargyðjuna heldur. Veit ekki um Jón en hann er reyndar fallinn frá.
Jósef Smári Ásmundsson, 12.7.2017 kl. 18:19
Bjarni Benediktsson tók þannig til orða í vetur að það væri geðveiki að sjá ekki hversu hlutirnir væru nú frábærir á Íslandi. Meðferð á fólki eins og honum Lýð og þúsundum annarra sem hafa það ansi aumt á Fróni er til skammar. Og auðvitað er ég geðveik að sjá ekki veisluna hans BB og taka þátt í henni
Ragna Birgisdóttir, 12.7.2017 kl. 18:50
Gott hjá þér Ragna, á ekki Bjarni við elítuna? hún skarar endalaust eld að sinni köku en við hin erum við ekki bara óhreinu börn Evu?
Hrossabrestur, 12.7.2017 kl. 19:34
Við erum líklega óhrein,kjánar,geðveik og asnar í augunum á þessu græðgisliði.Enda þeirra æðsta ósk að hægt sé að eyða öryrkjum,eldri borgurum og þeim sem aðhyllast ekki dansinn við Gullkálfinn.
Ragna Birgisdóttir, 12.7.2017 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.