Ekki fluga á ferð við Mývatn.

Það vakti athygli mína á ferð í gegnum Mývatnssveit í gær, að ekki var flugu að sjá né að finna fyrir. 

Þegar ekið er á vélhjóli á fullri ferð er varla hægt að hugsa sér betri leið til að finna fyrir því hvort mikið er af flugum á ferð. 

Við viss skilyrði bylja þær eins og smásteinar bæði á plastinu á hjálminum og vindhlífinni framan á hjólinu eða klessast þar og mynda grænar skellur.  

Auðvitað finnst flestum mýið við þetta fagra vatn hvimleitt þegar það myndar stróka og þessar smágerðu flugur smjúga um allt, nema fólk verji sig því betur með flugnaneti. 

En á móti kemur, að mýið er nauðsynlegur hluti af hinu heimsþekkta lífríki vatnsins og vatnið dregur einfaldlega nafn sitt af því. 

Það er því hluti af nauðsynlegri upplifun þess, sem komið hefur um langan veg til að kynnast þessu magnaða fyrirbæri. 


mbl.is Veðrið stjórnar veru mýflugna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband