13.7.2017 | 00:13
Kínverjar eru að koma sterkir inn í rafbílunum.
Nú sýnist styttast í það að Kínverjar fari að flytja út bíla til annarra landa ef vel gengur nýjustu rafknúnu bílana þeirra.
Fyrir aðeins 20 árum hefðu flestir bölvað sér upp á það að Kínverjar yrðu mesta bílaframleiðsluþjóð heims og ekki síður að þeir myndu feta í fótspor Japana með útflutning.
Og rafbílarnir þeirra er það magnaðir, til dæmis varðandi langdrægni, að þeir eiga góða möguleika.
Japanir og Kínverjar ásamt Suður-Kóreumönnum veita Vesturlandaþjóðum harða samkeppni í bílasmíði og sölu, og eru enn skæðari í sölu á vélhjólum ásamt Tævönum.
Þegar Kawasaki þurfti að bregðast við samkeppni á sviði lengri og þægilegri 125cc vespuhjóla, sem hafa stóraukið farangursrými, ákváðu þeir að leita á útfyrir landsteinana til Tævans um hjólið Kymco Downtown, sem þeir breyttu síðan í smærri atriðum til þess að bera heitið Kawasaki J300 og J125.
Minnir á það sem gerðist í Bandríkjunum um 1990 þegar GM leitaði til Suzuki til að fá að bjóða Suzuki Fox í bandarísrkri útgáfu undir heitinu Samurai og Suzuki Vitara í bandarískri útgáfu undir heitinu Geo Tracker.
Kynntu nýjan rafmagnsleigubíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.