14.7.2017 | 13:49
Meiri möguleikar en fyrir rúmri öld.
Í kringum aldamótin 1900 varð bylting í útgerð á Íslandi með tilkomu vélknúinna fiskiskipa.
Nú var það ekki jafn nauðsynlegt og áður að vera með verstöðvarnar sem allra, allra næst fiskimiðunum á útskögum og útskerjum.
Lífið í þessum verstöðvum var afar erfitt og er Oddbjarnarsker yst á Breiðafirði gott dæmi um það.
Nú fluttist sjávarútvegurinn inn í hafnarlægi inni á fjörðum, en samt sem næst fiskimiðunum.
Síðasta aldarfjórðung hefur enn orðið bylting á þessu sviði, og nú í því formi að safna útgerðinni og fiskvinnslunni saman á miklu færri stöðum en áður var.
Þetta hefur kostað mikla röskun en munurinn nú og fyrir rúmri öld er sá, að þjóðfélagið á miklu meiri möguleika núna til að draga úr henni en á tímum einhverrar fátækustu þjóðar í Evrópu.
Meirihluta boðin áframhaldandi vinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reykjavíkurhöfn í 101 Reykjavík er langstærsta fiskihöfnin á Íslandi og í engu öðru póstnúmeri á landinu er aflað meiri gjaldeyristekna, eins og hér hefur margoft verið bent á við litla hrifningu fávitanna.
Og hægt er að kynna sér sögu hafnarinnar í máli og myndum á íslensku og ensku á mörgum og góðum upplýsingaskiltum á Miðbakka norðan við Geirsgötu við Tollhúsið.
Það gera margir erlendir ferðamenn og landsbyggðarskríllinn ætti að taka sér þá til fyrirmyndar í þeim góðu efnum.
Þorsteinn Briem, 14.7.2017 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.