14.7.2017 | 17:51
Geta karlar verið "bitastæðir"?
Talað er um "bitastæðar konur" í tengdri frétt á mbl.is
Hætt er við að þetta orðalag geti farið fyrir brjóstið á mörgum feministanum, sem hugnast ekki tal um konur þar sem notað er orðfæri tengt kjöti og holdi.
Því að varla verður sagt um eftirsóknarverða karlmenn að þeir séu bitastæðir og þykir vart við hæfi að líkja áliti þeirra á konum við matarlyst.
En kannski er orðalagið viðeigandi um suma kvennamenn.
Þegar holdið er meyrt sumum mönnum hjá
og matgræðgin að vonum
liggur beint við hjá þeim að bragða á
bitastæðum konum.
Heitustu einhleypu konur landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru yndislegar konur og það er ekkert að þessu orðalagi. Ef menn hefðu ekki mætur á holdi og kjöti, þá hefðu þessir femínistar aldrei fæðst.
Hörður Þórðarson, 14.7.2017 kl. 21:02
Heldur leiðinlegt til afspurnar ef fölsku tennurnar norðenskra framsóknarkvenna festast í meyru keti foringjans.
Þorsteinn Briem, 14.7.2017 kl. 23:22
"norðlenskra" átti þetta nú að vera.
Þessi prentvillupúki er úti að aka eins og FÍB.
Þorsteinn Briem, 14.7.2017 kl. 23:51
Bara ef þú ert mjög svangur. Eða ævintýragjarn.
Mundu bara: þú ert það sem þú borðar.
Ásgrímur Hartmannsson, 15.7.2017 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.