17.7.2017 | 00:26
Svipað og hjá Max Schmeling og Joe Louis 1936.
Fyrir bardagann við Joe Louis í júní 1936 sagði Max Schmeling að hann "hefði séð svolítið" varðandi andstæðing sinn.
Í bardaganum kom í ljós hvað það var sem Schmeling hafði séð með því að skoða gaumgæfilega kvikmyndir af fyrri bardögum Louis. Schmeling sá að Louis hætti til að halda vinstri hendinni of lágt eftir að hafa gefið vinstri stungu.
Þetta hentaði Schmeling vel, því að skæðasta högg hans var "yfirhandar hægri" (overhand right).
Hann æfði sig því í því að slá hratt og þungt gagnhögg sekúndubroti eftir högg Louis þar sem hægri hönd Þjóðverjans fór yfir vinstri handlegg Louis.
Í 4. lotu heppnaðist þetta fullkomlega og skyndilega lá Louis í gólfinu í fyrsta sinn á ferlinum.
Schmeling fór sér samt að engu óðslega heldur barðist áfram af varfærni og nagaði Louis smám saman niður með yfirhandarhöggum sínum, sem urðu alls 51 í bardaganum.
Muhammad Ali notaði svona högg til að snúa erfiðum bardaga við Ron Lyle við 1975.
Gunnar Nelson gaf á sér færi sem var of gott til þess að hann gæti sloppið með það.
Eldsnarpt og þungt yfirhandar hægri högg vankaði hann og bardaginn var búið spil.
Því fór sem fór.
Gunnar Nelson rotaður illa - myndskeið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott a eftirvæntingar, gott á þjóðarstolt, gott á "við erum best"
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 17.7.2017 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.