"Bakpokalýður" og "skítapakk."

Eitt af þeim fyrirbrigðum, sem löngum hefur reynst drjúgt við að skapa fordóma og illindi í framhaldinu er að skipta fólki í tvo hópa: Við - og - þeir. 

Svæsnustu stjórnmálamenn síðustu aldar nýttu sér þetta, Hitler, Stalín og aðrir. 

Hér um árið var amast við svonefndum "erlendum bakpokalýð" sem kæmi til landsins og ætti svo litla peninga að ekkert fé lægi eftir þá að lok Íslandsdvöl. 

Oftast var þetta námsfólk og þótti það alveg sérstaklega óheppilegt að fá einhvern "hippalýð" inn í landið. 

Þá gleymist alveg það orðspor og auglýsing sem slíkt fólk ber með sér til útlanda og einnig það, að oft kemur þetta fólk aftur til landsins þegar það er orðið vel fjáð eftir að hafa menntað sig. 

Ég hef oft nefnt puttaferðalanginn, sem ég tók upp í á áttunda áratugnum en varð síðan jarðfræðiprófessor og kemur nú með um 30-40 nemendur sína til landsins á hverju ári auk þess sem hann stundar þar fyrir utan rannsóknir og mælingar hér á landi. 

Það eru ekki mörg ár síðan við Íslendingar vorum fullfærir um að míga og skíta út miðborgina um nætur um helgar, og ef útlendingar væru svona miklu verri en við, ætti drullufjaran í Skerjafirði ekki möguleika á móti ástandinu í miðborginni á mesta ferðamannatímanum. 

Ferðir mínar á milljóna útihátíðir erlendis, svo sem í Bandaríkjunum, sýndu mér, að á slíkum hátíðum var ekki að finna svo mikið sem karamellubréf á mótsstað á sama tíma sem ekki þarf nema litla samkomu hér á landi til að allt vaðist út í rusli og óþverra. 

 

Úrgangur útlendinga´er sjúkur

og af því mikill bagi, 

en ef að það er íslenskur kúkur 

er það í góðu lagi. 


mbl.is Urðu fyrir aðkasti í húsbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla einkennileg þessi nýtilkomna herferð Framsóknarflokksins gegn mannaskít, því ekki er til betri áburður, eins og mýmörg dæmi sanna, og ekki veitir nú af á Klakanum.

Og þegar Framsóknarflokkurinn sér þar nýjan gróður, til að mynda lúpínu, gerir hann í nábrækur sínar af mikilli skelfingu.

Í minni sveit var skít dreift úr skítadreifurum á ári hverju úti um allar koppagrundir án þess að Framsóknarflokkurinn skældi sig í svefn.

Verðlauna ætti erlenda ferðamenn á Klakanum fyrir að bera á landið og skera lífshættulegar vegarollur á háls.

Þorsteinn Briem, 18.7.2017 kl. 11:49

2 identicon

Hitler, Stalín og aðrir ... Ómar, vertu nú raunsær.  Til hvers ertu að vitna í menn, sem eru löngu dauðir.  Af hverju ekki bara að vitna í Cleopötru eða Caesar ...

George Bush, sr. "If you're not with us, you're against us".

Hillary Clinton og vinstri sinnar í Bandaríkjunum ..

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.7.2017 kl. 18:22

3 identicon

En svo við förum út í alvarlegu hliðina ... Ísland er lítið, með alveg ómetanlega náttúru ... að Íslendingar skuli taka upp á þeim fjanda, að reyna að gera þetta að gróðrafyrirtæki, þar sem allt á að troða undir ... er fyrir neðan allar hellur.  Og mér blöskrar, að þú Ómar, maðurinn með náttúruna í hjartanu skulir ekki beinlínis ganga aftur út af þessu.

Konan mín, sem er Kínversk ... blöskraði.  Hún fór að tína upp ruslið, eftir ferðafólkið ... ekki bara á Íslandi, heldur einnig í kaupmannahöfn.

Að mínu mati, á að gera þetta "dýrt" fyrir ferðafólkið, og nota féð sem fæst til að standa undir að hreinsa og halda þessari náttúru hreinni ... en ekki að ausa þessu í Hótel og kastala undir ríkisbubba.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.7.2017 kl. 18:53

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Er ekki leyfilegt að tjalda svo að segja útum allt í eina nótt eða svo án þess að hafa með sér rotþró?

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.7.2017 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband