19.7.2017 | 09:45
Hreinsun hugans og sjálfvirk áfallahjálp.
Það hefur löngum þótt hið rétta viðbragð við áföllum, að bera harm sinn í hljóði og sleikja sár sín í einrúmi. Bara konur megi gráta.
En nú sjáum við hvernig hugurinn er hreinsaður með tárum í beinni útsendingu og með slíku viðbragði lagður grunnur að því að geta byrjað strax að nýju með hreint borð, tilbúin í slaginn sem bíður á næsta leiti.
Öll þátttaka kvennalandsliðsins í EM hefur verið einstaklega gefandi fyrir okkur öll sem þjóð og einstaklinga.
"Það gengur betur næst" er gott kjörorð. Felur í sér viðurkenningu á því sem ekki hefur gengið vel og einlægan ásetning um að læra af því og gera betur.
Nei ég er að gráta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það gengur bara betur næst - Myndband
Þorsteinn Briem, 19.7.2017 kl. 10:02
Sæll Ómar.
Ekki er tárum eyðandi á svik og pretti!
Húsari. (IP-tala skráð) 19.7.2017 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.