Allir bílar tengdir öllum. 740 kílómetra kennslustund.

Eftir 740 kílómetra og átta klukkustunda langa samfellda kennslustund í akstri í hraðri umferð í gær kveikir fyrirsögnin "bíllinn tengdur" á mbl.is frétt sérstök hughrif Íslendingsins, sem kynnist aðeins tengslum bílstjóra á þjóðvegum svo gagn sé að með því að aka eftir þjóðvegum erlendis. 

Í slíkum akstri frá Brussel í Belgíu suður til Macon í Suður-Frakklandi lærist smátt og smátt, að allir bílstjórarnir á leiðinni fylgjast grannt hver með öðrum, ekki aðeins fram á við, heldur ekki síður með því að vera á stanslausum verði aftur fyrir sig. 

Á löngum kafla leiðarinnar, þar sem hámarkshraðinn er 130 km/klst, getur hraðamismunur bílanna verið allt að 60 kílómetrar á klukkustund í brekkum.  

Heima á Fróni myndi slíkt valda sífelldumm vandræðum og hættu, en ekki hér í landi, nema að Íslendingur eins og ég sé á ferð. 

Aldeilis frábært er að fylgjast með því hvernig hægfarari bílstjórar á undan manni fylgjast með manni i baksýnisspeglum sínum og færa sig til, jafnvel fleiri en einn í einu, til þess að búa til sem greiðasta óg hættuminnsta leið fyrir alla. 

Að sama skapi stendur maður sjálfan sig, óvaningurinn norðan frá heimsskautsbaug, að því að valda óþarfa töfum með sofandahætti, sem hefur veirð áunninn í áratuga stjórnlítilli umferðinni heima. 

740 km? Ekki hætta á að verða syfjaður?  Síður, ef allan tímann er verið að leysa jafnóðum viðfangasefni varðandi umferðina framundan, fyrir aftan og til hliðar. 

Tveimur dögum áður en ég fór að heiman datt mér í hug á drjúgri leið á Honduvespuhjóli mínu að telja hvernig stefnuljós voru gefin í hringtorgunum og gatnamótunum á leiðinni. 

Fljótlega kom í ljós að talningin var auðveld. Af um tveimur tugum bíla í stefnubreytingum, gaf ENGINN stefnuljós.  Það voru ALDREI gefin stefnuljós.  

Í ÖLL skiptin þurftu þeir aðrir ökumenn sem stefnuljósagjöfin hefði auðveldað för, ýmist að kveljast í óvissu eða að tefjast.  

 


mbl.is Bíllinn tengdur fjölskyldu mannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grein Ómars er gagnleg hugleiðing um mannleg samskipti.

Ef fetað er í spor Þjóðverja til skilnings um hverskonar félag samfélagið er þá gætu orð Ómars komið að góðum notum: „Í slíkum akstri frá Brussel í Belgíu suður til Macon í Suður-Frakklandi lærist smátt og smátt, að allir bílstjórarnir á leiðinni fylgjast grannt hver með öðrum, ekki aðeins fram á við, heldur ekki síður með því að vera á stanslausum verði aftur fyrir sig.“

Umferðarmenningin er að mörgu leiti áhugaverð til skoðunar á siðferði okkar; lifnaðarháttum, breytni og samskiptum við annað fólk. Hegðun bílstjórans (og farþega) lýsir með einföldum hætti skaplyndi hans og viðhorfi til annarra.

Umhugsunarverður munur er á samskiptatækni okkar Íslendinga á vegum úti og þeirra sem búa á meginlandinu.

Kurteisi grundvallar þá samskiptatækni sem við sjálf búum okkur til í þeim tilgangi að auka eigin skilvirkni í umferðinni, eins og Ómar bendir á, en skilvirkni er skilyrði fyrir lífsöryggi okkar sem erum á ferðinni.

Lög og reglur er aðeins samkomulag okkar í millum sem ásættanlegt ferli varðandi markmið fyrir eigin skilvirkni. Ókurteisi merkir á íslensku siðleysi.

Siðglöp er áhugavert orð til skýringar á hvernig margur Íslendingurinn hagar sér í umferðinni; vítavert siðferðilegt kæruleysi merkir þetta orð. Siðglöp er annað og meira en sofandaháttur og/eða reynsluleysi. Siðglöp benda til þess að Íslendingum sé beinlínis illa við hvorn annan.

Góð leið og snarleg til fækkunar á okkur sjálfum væri að byggja "autobahn" allan hringinn, frá Reykjavík til Reyjavíkur.

Guðjón (IP-tala skráð) 28.7.2017 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband