Gölluð reglugerð um léttustu hjólin.

Á Íslandi gilda svipaðar reglur og í flestum löndum Evrópu um léttustu hjólin, þar sem nægir að vera 13 ára til að aka þeim, skyldutryggning er ekki áskilin og hámarkshraðinn 25km/klst. 

Í Ameríku er hámarkshraðinn 33 km/klst (20 mílur) og leyfilegt að vera með handgjöf eða handstýrða orkugjöf auk fótaafls á rafreiðhjólum. 

Í sumum löndum Evrópu eru ýmist aðrar reglur um hámarkshraða eða um handgjöf en í meginreglugerð ESB. 

Í löndum beggja vegna hafsins er handgjöf á vespuhjólunum, líklegast af þeirri ástæðu, að þau eru tvöfalt og uppí fjórfalt þyngri en rafreiðhjólin og því yfirleitt ekki hægt að fótstíga þau. 

Að mínu mati er það galli á evrópulöggjöfinni sem hér gildir, að ekki skuli leyfð handgjöf á rafreiðhjólum eins og á vespuhjólunum, því að það er augljós mótsögn í því að leyfa hana frekar á þeirri gerð hjólanna, sem er miklu léttari en hin. 

Best væri að fara að dæmi þeirra Evrópuþjóða sem víkja frá aðal reglugerðinni í þessu efni og taka sér þær eða Bandaríkin sem fyrirmynd. 


mbl.is Tryggja að börnin valdi ekki skaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband