31.7.2017 | 07:59
Hálfrar aldar gamalt fyrirbæri lifir enn góðu lífi.
Ferðir til Norður-Ameríku og Skandinavíu fyrir rúmum 15 árum sýndu að við Íslendingar vorum enn á svipuðum slóðum í umhverfismálum og Bandaríkjamenn og Kanadamenn voru fyrir um hálfri öld.
Enn er hvað eftiri annað minnt á, að hér á landi eimir eftir af svipuðum hugsunarhætti og hér ríkti fyrir 50-70 árum varðandi náttúruverndar- og umhverfismál.
Ekki eru nema þrjú ár síðan þáverandi forsætisráðherra stillti sér upp í miðjum hópi manna sem strengdu þess heit að reisa álver norðan við Blönduós.
Og helstu fjárafla- og áhrifamenn í þeim landshluta hafa keppst við að kaupa upp jarðir, sem liggja að þeim ám sem þeir telja brýnt að virkja, þótt búið sé að setja þær í verndarflokk.
Enda sagði einn ráðherra í ríkisstjórn fyrir rúmum áratug að friðlýsingar væri alltaf hægt að afnema.
Ekið langleiðina upp á topp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.