Alls staðar troðfullt. Fáránleg verðlagning.

Vorum að koma úr ferð til Suður-Frakklands til brúkaups sonar okkar. Leifsstöð var troðfull af fólki þegar við fórum utan og í Boeing 757-300 vél Icelandair til Brussel var hvert einasta sæti skipað.  

Fólkið ekið í rútum utan flugstöðvar sem er sprungin. Löng bið í þotunni eftir að komast í flugtak. 

Nákvæmlega sama ástand í þotu og flugstöð á leið heim. Bílastæðið stóra sneisafullt. 

Það kostaði næstum jafn mikið að láta bíl standa við Leifsstöð eins og að leigja sér lítinn bíl í jafn marga daga erlendis til að þeysa á honum rúmlega 2000 kílómetra. 

Við töku á kvikmynd Benedikts Erlingssonar á mótum Skólavörðustígs, Bergstaðastrætis og Hallveigarstígs var svo mikil umferð af bílum, gangandi fólki og hjólum um sex leytið í kvöld, að erfitt var um vik. 

Ef hækkun á virðisaukaskatti ætlar að sliga ferðaþjónustuna er fá merki að sjá um það enn sem komið er. 

En brjálæðisleg verðlagning á gistingu og hverju eina hér á landi stingur í augu eftir að hafa gist og borðað erlendis og augljós græðgin á því hér á landi á því sviði mun hefna sín.  


mbl.is Stefnir í 40-50% meiri umferð í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem vilja vera með íslensku krónuna sem framtíðargjaldmiðil okkar sem búum hér á Íslandi verða að sjálfsögðu að sætta sig við að lágt verð í íslenskum krónum fáist fyrir til að mynda sjávarafurðir sem fluttar eru út héðan frá Íslandi vegna þess að erlendir ferðamenn moka hér inn erlendum gjaldeyri sem hækkar gengi íslensku krónunnar.

Steini Briem, 18.3.2017

Þorsteinn Briem, 5.8.2017 kl. 00:03

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.6.2017:

"Í þess­um mánuði [júní] hef­ur íslenska krón­an veikst um 6% gagn­vart evru, sem er þvert á vænt­ing­ar margra sem bjugg­ust við geng­is­styrk­ingu krónunnar sam­fara há­anna­tíma í ferðaþjón­ustunni.

Mjög erfitt er að spá fyr­ir um gengi krón­unn­ar og veik­ing­in síðustu vik­ur er ágæt áminn­ing um að fjöl­marg­ir aðrir þætt­ir en ferðamenn hafa áhrif á krón­una.

Þetta kem­ur fram hjá Grein­ing­ar­deild­ Ari­on banka."

Þorsteinn Briem, 5.8.2017 kl. 00:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn gapir mjög fyrir allar alþingiskosningar að flokkurinn ætli að lækka skatta en gerir svo þveröfugt.

H
ækkar skatt á mat sem allir þurfa að kaupa og hækkar svo skatt á ferðaþjónustuna, sem hefur vegið upp á móti aflakvótamissi fjölmargra bæja og þorpa á landsbyggðinni og ekki veitti nú af.

Ferðaþjónusta er í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins og hefur aukist mikið undanfarin ár með mikilli uppbyggingu, til að mynda á Siglufirði.

Hærri virðisaukaskattur á gistingu hér á Íslandi þýðir ekki endilega að verð á gistingunni hækki yfirleitt mikið og þar af leiðandi komi færri erlendir ferðamenn til landsins.

Mörg hótel og gistiheimili lækka væntanlega verð á gistingunni sem nemur hækkun á virðisaukaskattinum, þannig að minna fé fer til landsbyggðarinnar en ríkið fær meira í sinn hlut.

Þar að auki gistir fjöldinn allur af fólki af landsbyggðinni á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu og fjölmargir sem þar búa gista á hótelum á landsbyggðinni á sumrin og til að mynda í skíðaferðum á veturna.

Hækkun á virðisaukaskatti á gistingu hérlendis er því fyrst og fremst landsbyggðarskattur.

En íslenskir hægrimenn halda að sjálfsögðu að Íslendingar ferðist ekkert um eigið land.

Og hækkun á matarskatti sé skattalækkun.

Steini Briem, 27.4.2017

Þorsteinn Briem, 5.8.2017 kl. 00:17

4 identicon

Já - þessi vinstri sinnaði Steini Briem virðist vera búinn að gleyma því að á móti hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna á að lækka almennan virðisaukaskatt.

Auðvitað á ferðaþjónustan að greiða fullan virðisaukaskatt eins og heimilin í landinu þurfa að gera af sínum aðföngum 

Kristmann Magnusson (IP-tala skráð) 5.8.2017 kl. 10:49

5 identicon

Verðlagningin er komin langt út fyrir öll velsæmismörk. Sé það hér norður á Húsavík, bæði í Nettó (Samkaup er með einokun hér) og veitingastöðum. Kom hingað í júníbyrjun eftir nær 8 mánaða dvöl erlendis og tók eftir stökkbreytingu. Þessi græðgi á eftir að hefna sín, eins og Ómar orðaði það. Þá bitnar þetta ekki síst á heimamönnum sem þurfa sína dagvöru og færu gjarnan út að borða einstaka sinnum. En leyfa sér það ekki.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.8.2017 kl. 10:50

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Verðlagningin stjórnast af fákeppni og allt of mikilli eftirspurn. Gjaldmiðillinn hefur þar ekkert vægi. Varðandi þennan Steina Briem: ER drengurinn ekki eitthvað Veikur?

Jósef Smári Ásmundsson, 5.8.2017 kl. 13:41

7 identicon

Ósammála Jósef Smára. Ein megin ástæðan fyrir okrinu er gjaldmiðillinn okkar. Þjófnaðurinn (þetta er ekkert annað en þjófnaður) er “falinn” í krónatölum, þar sem öll viðmiðun verður óbein og flóknari, þótt flestir kunni að deila og margfalda. Væri verðlagningin í Evru mundi t.d. Gamli Baukur ekki voga sér að selja útlendingum rúnstykki sem kostar 3 Evrur erlendis á 10 Evrur á Húsavík.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.8.2017 kl. 16:22

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Haukur, Gamli Baukur myndi örugglega voga sér að svína á útlendingunum þótt eitt núll væri tekið af krónunni. Útlendingarnir hafa bara engin ráð þar sem fákeppni er ríkjandi. Hversvegna getur lítil búlla á Hvolsvelli selt hamborgarann á tvöföldu verði miðað við Reykjavík , telurðu? Er einhver annar gjaldmiðill á Hvolsvelli en í Reykjavík?

Jósef Smári Ásmundsson, 5.8.2017 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband