Hvers vegna frekar að einkavæða RÚV en BBC?

Íslendingar og Bretar eiga það sameiginlegt að áratugum saman hefur afar hávær hópur fólks barist hatrammlega fyrir því að ríkisútvarp sé rekið í þessum löndum. 

En þrátt fyrir að í breska Íhaldsflokknum hafi jafnan verið hávær hópur sem hefur barist fyrir því að BBC yrði einkavætt og Íhaldsflokkurinn farið einn með völd samtals áratugum saman, hefur flokkurinn aldrei látið verða af því að breyta eignarhaldinu á ríkisútvarpinu breska.

Væri þó vissulega mun auðveldara í krafti hagkvæmni stærðarinnar í landi með 150 sinnum fleiri notendur en er hér á landi, að einkavæða allt útvarp og sjónvarp í Bretlandi.

Þegar það liggur hvað efrir annað fyrir að mikill meirihluti Íslendinga er andvígur einkavæðingu Ríkisútvarpsins og að það nýtur mests trausts allra fjölmiðla, gegnir þrákelkni þeirra furðu, sem endalaust hafa horn í síðu RÚV og þrá að það verði selt.  


mbl.is Meirihluti andvígur einkavæðingu RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað þýðir einkavæðing á skerinu? Einkavæðing þýðir að sjalladúddar fái að græða á því sem ríkið hefur byggt upp með ærnum kostnaði. Sjálfir hafa þeir ekki dug né þekkingu til að byrja á reit „one“, þrátt fyrir allt kjaftæðið um framtakssemi og „frelsi einstaklingsins.“

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.8.2017 kl. 20:41

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki fleira einkavætt,
engan gerir ríkan,
ef hún gæti úr því bætt,
ætti sjálf sig píkan.

Þorsteinn Briem, 4.8.2017 kl. 22:59

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það má sannarlega segja það með Ómari Ragnarssyni, "að áratugum saman hefur afar hávær hópur fólks barist hatrammlega fyrir því að ríkisútvarp sé rekið" hér á landi. "Hatrammlega" er alveg rétta orðið!

Jón Valur Jensson, 5.8.2017 kl. 00:08

4 identicon

 Sæll Ómar.

Hver kostaði þessa könnun? RÚV?!!

Húsari. (IP-tala skráð) 5.8.2017 kl. 10:22

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver ætli sé í dag, og verði í framtíðinni þessi: "einka"?

Kannski Alþjóðabankinn: NWO, með tilheyrandi varnarlausra og þöggunarvaldníðslu-þrælandi heimshornanna á milli?

Er ekki umhugsunarvert hvaðan fólk er að koma og hvert það er raunverulega að fara?

Og hvers vegna?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.8.2017 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband