5.8.2017 | 13:09
Vorum ekki hlutlausir í raun.
Þótt Íslendingar mótmæltu hernámi Breta í orði 10 maí 1940, gengum við í raun í lið með Bandamönnum með því að biðja Bandaríkjamenn formlega um hervernd sumarið 1941.
Þetta var rétt ákvörðun í ljósi stöðunnar og þeirra heppni að Bandaríkjamenn voru formlega hlutlaus þjóð.
En frá endurkjöri Roosevelts veturinn áður höfðu Bandaríkjamennn gengið ansi langt í stuðningi sínum við Breta, svo sem með Láns- og leigkjarasamningum sem Churchill kallaði "Magna Carta okkar tíma."
Í ágúst árið áður hafði verið tekið höfðinglega á móti Winston Churchill þegar hann staldraði við í Hvalfirði og í Reykjavík eftir fund með Roosevelt Bandaríkjaforseta við Nýfundnaland, þar sem þeir gerðu samkomulag um samstöðu þjóða sinna, án þess þó að Bandaríkjamenn hyrfu formlega frá hlutleysi.
Því að BNA var að vísu hlutlaust ríki i orði á þeim tíma, en þegar Adolf Hitler flutti magnaða ræðu þegar Þjóðverjar sögðu Bandaríkjamönnum stríð á hendur 11. desember 1941 rakti hann ýmsar gjörðir Bandaríkjamanna fram að því sem að mati Hitlers jafngilti þátttöku Kananna í stríðinu og lýsti Hitler því sem dæmi um einstakan friðarvilja sinn að hann hefði stillt sig um að segja BNA stríð á hendur!
Í bókinni "Emmy, stríðið og jökullinn" sem ég hef dundað við að rita með hléum hin síðari ár, er það eitt erfiðasta viðfangsefnið að meta, hvernig Íslendingar hefðu tekið á móti Adolf Hitler ef Þjóðverjar hefðu tekið landið af Bretum og Foringinn komið í stutta heimsókn.
Roosevelt Bandaríkjaforseti hafði óformleg afskipti á bak við tjöldin af því þegar við lýstum yfir þeirri ætlun að stofna lýðveldi, og dróst lýðveldisstofnunin lítillega vegna þess hve það var mikils virði fyrir okkur að Bandamenn styddu fyrirætlanir okkar í einu og öllu.
Eftir lok stríðsins dróst það í meira en ár að við gerðumst aðilar að Sameinuðu þjóðunum vegna þess að stofnaðilar Sþ voru þjóðir, sem höfðu sagt Öxulveldunum stríð á hendur, en það var grundvallarstefna okkar, líka við stofnun NATO, að við hefðu verið og yrðum áfram herlaus þjóð.
Jón hjálpaði Bretum burt frá Dunkirk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Public opinion in Britain and the Commonwealth was disappointed that the U.S. was not entering the war.
Churchill admitted that he had hoped the U.S. would decide to commit itself.
The United States did not enter the War until after the Japanese Attack on Pearl Harbor on 7 December 1941."
Þorsteinn Briem, 5.8.2017 kl. 13:46
Hver var svo staðan í Evrópu eftir Seinni heimsstyrjöldina?!
Öll ríki í austurhluta Evrópu kommúnistaríki, vestur að Vestur-Þýskalandi og Austurríki, þar með talin öll ríkin á Balkanskaga fyrir utan Grikkland, en Spánn og Portúgal fasistaríki.
Sem sagt, langstærsti hluti Evrópu einræðisríki eftir Seinni heimsstyrjöldina.
Og þýskar borgir í rústum eftir loftárásir Bandamanna.
"After liberation, Greece experienced a bitter civil war between communist and anticommunist forces, which led to economic devastation and severe social tensions between rightists and largely communist leftists for the next thirty years."
"After World War II Spain was politically and economically isolated, and was kept out of the United Nations.
This changed in 1955, during the Cold War period, when it became strategically important for the U.S. to establish a military presence on the Iberian peninsula."
Þorsteinn Briem, 5.8.2017 kl. 13:48
"Roosevelt Bandaríkjaforseti hafði óformleg afskipti á bak við tjöldin af því þegar við lýstum yfir þeirri ætlun að stofna lýðveldi, og dróst lýðveldisstofnunin lítillega vegna þess hve það var mikils virði fyrir okkur að Bandamenn styddu fyrirætlanir okkar í einu og öllu."
Bandaríski utanríkisráðherrann heldur að sjálfsögðu eins og margir Íslendingar að Bandaríkin hafi árið 1944 verið fyrst til að viðurkenna sjálfstæði íslenska ríkisins þegar það hafði verið sjálfstætt í 26 ár.
Hann heldur því væntanlega einnig að Kanada sé hluti af Bretlandi, þar sem Elísabet Bretadrottning er þjóðhöfðingi beggja ríkjanna.
Eina raunverulega breytingin sem varð samkvæmt stjórnarskránni 1944 var að þá varð forseti þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs.
"75. gr. ... Nú samþykkir Alþingi breytingu á sambandslögum Íslands og Danmerkur og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna á landinu til samþykktar eða synjunar og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg."
"Þó er óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær sem beinlínis leiðir af sambandsslitunum við Danmörku ..."
Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands með síðari breytingum
Sjálfstæðisdagur okkar Íslendinga er 1. desember en ekki 17. júní.
"Fullveldi - Sjálfstæði gagnvart öðrum ríkjum."
"Fullveldisréttur - Réttur ríkis til að beita löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi sínu."
(Lögfræðiorðabók með skýringum, Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.)
Í athugasemdum dönsku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn 1918 segir meðal annars:
"Ísland myndi samkvæmt þessu verða frjálst og sjálfstætt land [...] og þannig eins og Danmörk sérstakt ríki með fullræði yfir öllum málum sínum [...]"
Og í athugasemdum dönsku og íslensku nefndarmannanna um samninginn segir meðal annars:
"Um 6. gr. Sjálfstæði landanna hefur í för með sér sjálfstæðan ríkisborgararétt."
"1. desember 1918:
Ísland verður fullvalda ríki. Íslendingar öðlast forræði utanríkismála sinna. Stefnan í utanríkismálum er ákveðin af ríkisstjórninni en framkvæmd af dönsku utanríkisþjónustunni í umboði Íslendinga. Utanríkismálin heyra undir forsætisráðherra, Jón Magnússon. Kveðið er á um hlutleysi Íslands í sambandslagasamningi við Danmörku.
4. ágúst 1919:
Danir skipa fyrsta erlenda sendiherrann á Íslandi, J.E. Bøggild, sem var af íslenskum ættum.
16. ágúst 1920:
Fyrsta sendiráð Íslands er opnað í Kaupmannahöfn. Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands, er skipaður fyrsti sendiherra Íslands.
Og íslenska ríkið opnaði sendiráð í London 27. apríl 1940, í Stokkhólmi skömmu síðar, í Washington árið 1941 og Moskvu 1944.
Færeyjar opnuðu hins vegar svokallaða sendistofu í Reykjavík 15. september 2007 en ekki sendiráð.
Og Ísland er heldur ekki með sendiráð og sendiherra í Færeyjum, enda eru þær ekki sjálfstætt ríki eins og Ísland hefur verið frá 1. desember 1918, en aðalræðisskrifstofa Íslands í Færeyjum var opnuð 1. apríl 2007.
Þorsteinn Briem, 5.8.2017 kl. 14:30
Þingsályktun um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Þorsteinn Briem, 5.8.2017 kl. 14:38
Í Sambandslagasamningnum 1918 sagði að hvenær sem væri eftir árslok 1940 gæti hvort sem væri Ríkisþingið danska eða Alþingi krafist endurskoðunar laganna.
Yrði nýr samningur ekki gerður innan þriggja ára eftir að krafan kæmi fram gæti hvort þingið sem væri fellt sambandslögin úr gildi.
Þorsteinn Briem, 5.8.2017 kl. 14:40
Eins og Ísland var á árunum 1918-1944 er Ástralía sjálfstætt konungsríki, þar sem Elísabet Bretadrottning er þjóðhöfðingi beggja ríkjanna.
Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands árið 1920:
"1. gr. Stjórnskipulagið er þingbundin konungsstjórn."
Ísland varð fullvalda og sjálfstætt ríki 1. desember 1918 og Danmörk og Ísland voru frá þeim tíma tvö aðskilin og jafnrétthá ríki, enda þótt þau hefðu sama þjóðhöfðingja.
Í ríkjum með þingbundinni konungsstjórn er forsætisráðherra höfuð framkvæmdavaldsins og leiðtogi löggjafarvaldsins en þjóðhöfðinginn beitir einungis táknrænu valdi sínu með samþykki ríkisstjórnarinnar.
Danmörk, Svíþjóð og Noregur eru öll með þingbundna konungsstjórn.
Í Bretlandi er einnig þingbundin konungsstjórn og Elísabet 2. Bretadrottning er nú þjóðhöfðingi Bretlands og fimmtán annarra ríkja í Breska samveldinu, þar sem hún tilnefnir landstjóra sem hefur táknrænt gildi.
Þessi ríki eru því einnig með þingbundna konungsstjórn, til að mynda Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland.
Þorsteinn Briem, 5.8.2017 kl. 16:19
Eina frjálsa sjálfstæðið sem hver og einn á skilyrðislaust með öllum einstaklings kostum og göllum er: frjáls vilji hvers og eins, með tilheyrandi ábyrgð og afleiðingum.
Allir sem fæðast á jörðinni eiga rétt á frjálsu lífi á jörðinni. Ekki er leiðin greið í þeirri frelsisvegferð. Svo mikið er alla vega alveg víst.
Mafíukóngarnir frelsissviptandi á allra tíma kúgunum hér á jörðinni hafa víst aldrei skilið tilverunnar samspil frelsis og ábyrgðar hverrar sálar á jörðinni.
Og ekki skiljum við litlu peðin heldur raunverulega og erfiða frelsis skólagöngu sálnanna á jörðinni.
Svo, þá fer víst bara sem fer.
Kannski er betra að vera óháður og pólitískt vakandi á lífsins göngu, og kannski er betra að vera jafnvel pólitískt sofandi og pólitískt blindur?
Enginn veit hvað er rétt fyrir aðra frelsisábyrga sál, því sannleiksrödd sálar hvers og eins er eina röddin sem segir hverjum og einum satt. Frekar einmannalegt á köflum og óvinsælt það, í umburðarleysi áróðursheimsfjölmiðlanna?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.8.2017 kl. 19:23
Hér að ofan er miklu magni af athugasemdum eytt í það að ég tali um sjálfstæði Íslands, en ég segi orðrétt:
"...þegar Roosevelt Bandaríkjaforseti hafði óformlega afskipti af því að Íslendingar ætluðu að stofna lýðveldi..."
Ómar Ragnarsson, 5.8.2017 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.