Þessu var spáð fyrir meira en 20 árum.

Í sumar hefur verið hitabylgja yfir Suður-Evrópu sem íslenskur veðurfræðingur lýsti þannig í viðtali í sjónvarpi, að stafaði af því að æ oftar hin síðari ári teygi hinn heiti þurri loftmassi, sem er yfir hinum söndum og eyðimerkum þakta nyrsta hluta Afríku, sig yfir suðurhluta Evrópu og veldur steikjandi og þurrum hita. 

Munurinn á meðaltals veðfarinu við suðurströnd og norðurströnd Miðjarðarhafs er sláandi þegar veðurtölur eru skoðaðar. 

Þannig er meðalúrkoma í Túnisborg 3 millimetrar í júlí, 16 millimetrar í Nice syðst í Frakklandi, en 61 millimetri í Lyon, sem er aöeins rúmum 200 kílómetrum norðar en Nice. 

Í níu daga ferð til brúðkaups skammt frá Avignon hefir fjölskylda mín kynnst hinu nýja Afríkuveðri syðst í Frakklandi, 35 til 41 stigs hita og steikjandi sól. 

Skógareldar og tilheyrandi.DSCN8959

En þessu var þegar spáð fyrir um aldarfjórðungi og einnig hættunni á því að fyrir sunnan Ísland myndi verða til einn af þremur til fjórum kuldapollum á jörðinni, - sá við Ísland vegna þess að kalt og tært bræðsluvatn frá heimsskautasvæðinu og Grænlandsjökli muni vegna léttleika síns fljóta yfir nyrsta hluta hins salta og þunga Golfstraums, sem sem sökkvi því fyrr en ella á norðurleið sinni með þeim afleiðingum að sjórinn á mótum straumanna kólni. 

Nú eru menn að finna út hve margar tugþúsundir manna, allt að 150 þúsund manns á ári hverju, muni láta lífið í hinu nýja loftslagi síðar á þessari öld. 

DSCN8960

Íslenskir aðdáendur hækkandi meðalhita á jörðinni hafa dásamað og fullyrt hér á blogginu að hitnunin hafi geysilega góð áhrif á allt líf og gróður um alla jörðina. 

Hvernig vaxandi eyðimerkurloftslag í suðurhluta Evrópu, hitar og þurrkar, muni bæta líf og gróðurfar, er sérkennileg kenning og sömuleiðis hugsanlegur kuldapollur við Ísland og sívaxandi súrnun sjávar.

Og ekki þarf nema líta snöggt á gróðurkort af jörðinni til að sjá eyðimerkurbeltið sem er norðan við miðbaug um þvera Afríku og Asíu. DSCN8968

Á facebook síðu minni er mynd af Helgu konunnni minni þar sem hún stendur ein á torginu fyrir framan Óperuna í Brussel. Ein af ástæðunum var sú, að vegna hins gríðarlega munar á hita Afríkuloftsins í sunnanverðu Frakklandi og svalans, sem kemur yfir Atlantshafið frá Suður-Grænlandi, stóð hvass strekkingsvindur yfir torgið.

Á akstursleiðinni sunnan frá Avignon var upp undir 20 stiga hitafall og því meiri öfgar í hita, því meiri vindur og óveður þar sem loftmassarnir mætast.

Ég hyggst setja hér inn mynd frá þekktustu ferskvatnsuppsprettu Evrópu nálægt Lacose, þar sem brúðkaupið var haldið.

Þar böðuðu léttklæddir strákar sig í kaldri ánni og stungu sér í hana til að kæla sig. 

Á efri myndinni frá þessum stað stendur einn þessara manna uppi á vegg og býst til að stinga sér og kæla sig í 4 stiga heitu vatninu. 

Stynjandi gamalt fólk á þessum slóðum átti ekki kost á slíku, enda þessar miklu lindir fágæti.   

 

 

 


mbl.is Öfgar í veðri kosta þúsundir lífa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loftslagsbreytingar er ekkert nýtt, enda stjórnast þær mestmegnis af virkni sólar. Veðurfarið er sífellt að breytast, það hefur ekkert hlýnað að meðaltali sl. 20 árin og sl. 100 ár hefur hitastig á jörðinni hækkað um 1,8°C. Það skiptast á kulda- og hitaskeið, þ.e. eðlilegar sveiflur. Þessar dómsdagsspár sem Al Gore sagði fyrir hafa ekki rætzt að neinu leyti. Ekki einu sinni það að Norðurpóllinn yrði orðinn íslaus 2014. Engar borgir hafa farið á kap, yfirborð sjávar hefur ekki hækkað. 

Það hafa verið ýmis hlýindaskeið í mannkynssögunni, og mörg af þeim löngu fyrir iðnbyltinguna. Það er ekkert sem mannfólkið getur gert við veðuröfgum, enda eru þær ekki af mannavöldum. Hins vegar vilja þeir sem hafa loftslagshlýnunarsvindlið (Anthropoegenic Global Warming Hoax) að lifibrauði halda dauðahaldi í þessa vitleysu.

Íslenzk yfirvöld ættu að segja sig frá Parísarsáttmálanum, hætta viðskiptum með kolefniskvótana sem sumir græða á og afnema kolefnisskattana. AGW fjallar ekki um umhverfisvernd á neinn hátt, heldur tilfærslur á fjármunum. Og svindlararnir eru í stöðugum blekkingarleik með Al Gore, IPCC og aðra óvísindalega aðila í fararbroddi. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 6.8.2017 kl. 01:05

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Chemtrail?

Prófið að googla það?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.8.2017 kl. 01:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Langflest ríki í heiminum eru einfaldlega ekki sammála þessari skoðun þinni, "Pétur D.", og greinilegt á öllum skrifum þínum hér að þú ert hægriöfgakarl, þannig að þessar skoðanir þínar í loftslagsmálum koma engan veginn á óvart.

Þorsteinn Briem, 6.8.2017 kl. 01:27

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.7.2017:

"Donald Trump er óvinsælasti forseti Bandaríkjanna í sjötíu ár.

Einungis 36% Bandaríkjamanna segjast styðja forsetann nú þegar sex mánuðir eru liðnir frá embættistöku hans, samkvæmt könnun ABC og Washington Post.

Stuðningur við Trump minnkar um 6% frá því að hundrað dagar voru liðnir frá embættistöku hans í apríl.

Í sömu könnun telja einungis 38% þátttakenda að Trump hafi náð marktækum árangri í sínum helstu kosningamálum og tveir þriðju treysta honum ekki til að semja við aðra þjóðarleiðtoga fyrir hönd Bandaríkjanna."

Þorsteinn Briem, 6.8.2017 kl. 01:54

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.6.2017:

"Halldór Björnsson sérfræðingur í loftslagsbreytingum á Veðurstofu Íslands segir að Bandaríkin fari nærri því að uppfylla markmið sín í loftslagsmálum, þrátt fyrir að Trump Bandaríkjaforseti hafi dregið þau út úr Parísarsamningnum."

Bandaríkin uppfylla nærri því Parísarsáttmálann

Þorsteinn Briem, 6.8.2017 kl. 01:55

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvað fórust margir í gervallei Evrópu 1979, af völdum öfga í veðurfari?

Halldór Egill Guðnason, 6.8.2017 kl. 05:32

11 identicon

möndulhalli jarðar er svipaður nú og var á að mig minnir á 17.öld. svo veðurfar nú ætti að vera svipað nú. eflaut hefur skógareiðing í evrópu einhver áhrif á veður, senilega er um 50% skóga í hafinu svo á meðan sjórin er í lagi verður veðrið í lagi. nú fer jörðin að snúa við með tilheirandi látum svo ómar mun hafa nóg að gera út þessa öld meðam heilsa leifir að eltast við hin og þessi eldfjöll sem munu þola ílla viðsnúníngin.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 6.8.2017 kl. 07:59

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Bravó Pétur D.

Úrsögn úr Parísarsamkomulaginu tekur fjögur ár og tekur gildi daginn eftir næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum

Þetta er ekki rétt. Bandaríkin eru hætt að borga Og þau eru líka að minnka mengun af sjálfsdáðum Steini Briem

Halldór Jónsson, 6.8.2017 kl. 10:43

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Trump forseti er von mannkynsins Stein Briem.

Halldór Jónsson, 6.8.2017 kl. 10:44

14 identicon

Það á semsagt að stórminnka alla kolefnislosun -

Nema náttúrulega vegna flugfarþega sem eru að fara til Suður Evrópu. ;-) 

Einu sinni var maður nokkur (nafngreindur í mín eyru) sem rak ljósmyndastofu hér á landi og var alveg gríðarlega mikill kommúnisti. 

Hann sagði að ríkið ætti að sjá um allan rekstur í landinu

Nema náttúrulega ljósmyndastofa. 

Það er hver blindur í sinni sök. 

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 6.8.2017 kl. 13:44

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég á sem sagt að taka á mig þá "sök" að hafa ekki farið á seglskútu eða róið á báti yfir Atlantshafið og gengið suður til Lacoste í Frakklandi til þess að taka þátt í brúðkaupi sonar míns?

Það er sem sagt ekki nóg hjá mér að hafa minnkað persónulegt kolefnisspor mitt um 70%?  100% skal það vera?

Ómar Ragnarsson, 6.8.2017 kl. 14:01

16 identicon

Steini Briem, það er alveg sama hversu mörg strámannarökfærslur þú kemur með, AGW-lygarnar verða aldrei að sannleika. En mjög eðlilegt að þú skrifir eithvað sem kemur málinu ekkert við, því að "hlýnunarsinnar" geta ekki lengur fært rök fyrir máli sínu, enda hafa aldrei getað sannað neitt og engar spár þeirra rætzt.

Og hvað varðar þennan "sérfræðing" í loftslagsmálum, sem þú nefnir, þá hef ég meiri trú á hugsandi mönnum sem eru ekki á spenanum. Þú ættir t.d. að lesa bloggfærslur Ágústs H. Bjarnasonar um áhrif sólar á loftslagið, enda eru flestir alvöru vísindamenn sammála honum. Ólíkt þessum gervivísindamönnum og embættismönnum á digrum styrkjaveitingum sem hafa hæst um dómsdagsspárnar meðan þeir krefjast þess að CO2 magn verði lækkað niður fyrir magnið fyrir 100 árum, þrátt fyrir að CO2 orsaki enga hlýnun. Fyrir AGW-sinna þá er þetta orðið eins og bókstafstrú, sem enginn má gagnrýna. Hins vegar er að þynnast úr röðum þeirra sem styðja þessa fáránlegu kenningu.

Og að síðustu: Þú kallar mig hægriöfgakall. Ef það að aðhyllast sannleikann í vísindum er hægrisinnað, hvað segir það þá um vinstraliðið? Hmm?

Pétur D. (IP-tala skráð) 6.8.2017 kl. 14:06

17 identicon

Þessar tölur um dauða fólks vegna hitabreytinga eru EKKI háar. Slaga ekkert upp í mengun frá dieselbílum. Svo eru hraðahindranir (1346 stk bara í Rekjavík, þær hæstu í heimi) miklir mengunarvaldar og leiða fleiri Reykvíkinga til dauða árlega en þær bjarga. 

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 6.8.2017 kl. 14:31

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Aukning gróðurfars á jörðinni er staðreynd, Ómar og aukningin er í sama hlutfalli og aukning co2 í andrúmsloftinu.

https://svs.gsfc.nasa.gov/vis/a010000/a012200/a012226/12222-1920viz-MASTER_high.mp4

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.8.2017 kl. 14:49

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

https://svs.gsfc.nasa.gov/12226

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.8.2017 kl. 14:49

20 identicon

Hefur þó nokkuð skemmtanagildi að lesa hér ummæli Flat-Earthers.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.8.2017 kl. 15:17

21 identicon

Sæll Ómar - og þið önnur, gesta hans !

Og: til hamingju með þessi merku tímamót, í lífi sonar þíns Ómar.

Pétur D. !

Þakka þér fyrir: drengilega sneiðina, til Steina Briem færibanda færzlna frömuðar / ekki veitir af

Steini Briem !

Varðandi athugasemd þína (nr. 4) - hvað:: koma vinsældir eða óvinsældir Donalds Jóhannesar Trump Bandaríkjaforseta veðráttunni við: yfirleitt, ágæti drengur ?

Hitt er annað: að veraldar skömm er að, hversu komið er plasts- og annarrs ýmiss konar sora mengunar málum til Hafs og lands, út um allan Hnöttinn Steini / þar bera núlifandi og all nokkrar gengnar kynslóðir mikla ábyrgð á, að ógleymdum eiturefna tunnum Norðursjávar og Eystrasalts, sem víðar, frá Kalda stríðs árunum, (6. og 7. áratug síðustu aldar t.d.) sem:: ef ekki sumar / þá væntanlegar flestar fara að gefa sig, með all skuggalegum afleiðingum líklegast, fyrir lífríki undirdjúpanna.

Það er - og verður ómótmælanlegur scandall gott fólk, þegar þar að kemur.

Og Steini: yfir''hugsuður'' Briem ættarinnar, mundu !

Stjórnmál - koma veðri ekkert við / fremur en veður stjórnmálum, er þér takið að förlazt svona hratt, ágæti drengur ?

Þá: er innlegg Arnar Johnson ´43 (nr. 17, kl. 14:31) afar þarft, þó ekki væri nema til að minna okkur á versnandi Skrælingja stjórnunina í Reykjavík, þó alls ekki hafi alltaf beysin verið, af 1/2 svokallaðra Sjálfstæðismanna heldur, svo sem - fyrr:: á tíð. 

Með beztu kveðjum - engu að síður, af Suðurlandi, sem jafnan /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.8.2017 kl. 15:47

22 identicon

Já Ómar þú hlýtur að taka á þig sök sem og allir aðrir sem fullyrða að hnattræn hlýnun stafi af losun jarðefnaeldsneytis og fljúga svo eins og fjandinn á priki út um allar trissur. 

Annað væri hræsni. 

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 6.8.2017 kl. 15:53

23 identicon

Ómar ég hef komið þó nokkrum sinnum gegnum árin á Bláu ströndina ( frönsku rivieruna ) og staldrað við í einhvern tíma (2-3 daga og upp í 2-3 vikur), og man eftir a.m.k 3 tilvikum á tímabilinu 1980-2000 þar sem hitamælirinn sýndi 39-40 í skugga og einhverjum 3-4 gráðum meira utan hans. Svo ég tel ekki að þú getir dregið einhverja ályktun um steikta jörð þó þú hafir fengir nokkra hlýja sólardaga á hásdumri þarna suður frá.

En annars það var birt grein í lancet fyrir c.a. 1 og 1/2 ári um svotil sama mál og þessi sem er tilefni skrifa þinna. Ég lími skjáskot af tilvitnun í hana hér fyrir neðan.

Sigurbjörn (IP-tala skráð) 6.8.2017 kl. 17:43

24 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki eru þeir samvöxnu tvíburar Hilmar og Hábeinn horfnir sem snöggvast en að upp sprettur Bjarni nokkur Bjarnason sem hjólar stanslaust í manninn frekar en málið fyrir þær sakir að fara í eina skiptið á árinu til útlanda til að taka þátt í brúðkaupi sonar míns. 

Flug mitt á minnstu fáanlegu flugvélum til þess að viðhalda flugmannsréttindum mínum nemur 12 klukkustundum síðasta ár og voru flognir um 1200 kílómetrar, sem er um 7% af árlegum akstri meðaljónsins. 

Bjarni krefst þess að ég afsali mér flugmannsréttindum og hætti að taka loftmyndir, annars skuli ég hræsnari heita. 

Og fyrst farið er að hjóla í menn væri fróðlegt að vita hvað þessi Bjarni Bjarnason hefur lagt af mörkum til að minnka kolefnisspor sitt. 

Ómar Ragnarsson, 6.8.2017 kl. 19:16

25 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Auðvitað dettur mér ekki í hug að draga neinar almennar ályktanir af viku dvöl syðst í Frakklandi, heldur inniheldur fyrsti hluti bloggpistilsins almennan fróðleik um ástand mála. 

Hins vegar hjálpaði þessi viku dvöl til að maður upplifði þetta ástand, sem hefur færst í aukana á þessari öld og reyndi það á sjálfum sér. 

Ómar Ragnarsson, 6.8.2017 kl. 20:05

26 Smámynd: Mofi

Gunnar, ekkert vera að ybba gogg með einhverju bulli eins og staðreyndum, ég var úti í garði í gær og það var ógeðslega heitt, það segir mér allt sem segja þarf.

Mofi, 6.8.2017 kl. 21:23

27 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var nú reyndar að svara Sigurbirni en ekki Gunnari. 

Ómar Ragnarsson, 6.8.2017 kl. 21:52

28 identicon

Hér er hlekkur á grein sem er mjög upplýsandi. Sérstaklega ætti Steini Briem að lesa hana og læra um staðreyndir í staðinn fyrir bull:

"Hnattræn hlýnun er mesta og bezt heppnaða gervivísindasvindl mannkynssögunnar." 

https://climatism.wordpress.com/2014/02/09/global-warming-is-the-greatest-and-most-successful-pseudoscientific-fraud-in-history/

Pétur D. (IP-tala skráð) 8.8.2017 kl. 16:44

29 identicon

Og hér er grein um hræsnarann Al Gore, sem þénar milljónir á hlýnunarsvindlinu (gegnum styrki til hans eigin fyrirtækja og félaga), en sem fer ekkert eftir því sem hann skipar öðrum að gera varðandi endurnýjanlega orku.

http://dailycaller.com/2017/08/02/exclusive-al-gores-home-devours-34-times-more-electricity-than-average-u-s-household/

Þessar afhjúpanir á tvöföldu lífi þessa svindlmeistara (hoaxmaster) kemur eins og óhentugur sannleikur (inconvenient truth) fyrir Al Gore.

Pétur D. (IP-tala skráð) 8.8.2017 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband