Pele vissi hvað hann söng.

Þegar frægðarsólir Messis og Ronaldos voru komnar hæst á loft fyrir allmörgum árum, sagði hinn frægi Pele að kornungur og efnilegur knattspyrnumaður, Neymar að nafni, ætti eftir að slá þeim við.

Þetta þótti hraustlega mælt, en nú er að koma í ljós að enda þótt ljóst væri að Pele tæki áhættu með svo afdráttarlausum ummælum um alveg óreyndan mann, vissi hann hvað hann söng.

Hinn svimandi hái verðmiði, sem settur er á Neymar er að vísu að hluta til vegna ungs aldurs hans en einnig vegna verðleika hans, sem þóttu koma vel fram í frægum 6-5 sigri Barcelona, þar sem Neymar átti langstærstan þátt í mörkunum, en Messi hins vegar hampað.

Hugsanlega var það augnablikið sem skipti sköpum um að í hönd fór sú atburðarás sem hefur skilað Neymari þangað sem hann er nú kominn.  


mbl.is Neymar vegur þungt í bjórdósum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband